Færslur: 2013 Júní

26.06.2013 22:59

Uppáhalds, allir hinir og ótrúlegt einelti.


 Já , sumarið tikkar áfram á ógnarhraða og nú fer að sjá fyrir endann á uppáhaldsmánuðinum mínum.

 Gallinn við hann er sá að Því skemmtilegri sem hann er, Því fljótari er hann að líða.

Reyndar segja meinhornin að nú sé fyrsta haustlægðin að lemja á okkur en Það kaupi ég ekki.


  Hér er verið að fara á Geithellisgrenið sem er nú svona málamyndagerningur. Þetta er eina grenið sem er farið ríðandi á.
 
  Grenjavinnslunni er að mestu lokið enda var rólegt yfir svæðinu Þetta árið. Þó hafa fundist tvö ný gren og eitt er " bara " rétt ófundið en Það er að öllum likindum á Núpudalnum og er búinn að vera staðfestur grunur um Það í a.m.k. 3 ár.

 Þetta er náttúrulega hámark ósvífninnar og sýnir hvað rebbarnir geta verið sérlega ósvífnir að brjóta mann niður með Þessum hætti. Þó Það komi Þeim í koll í orðsins fyllstu merkingu Þegar fer að líða á sumarið, spretta upp arftakar Þeirra næsta vor.



 Trúlega hefur ungunum verið farið að fækka á svæðinu eða Þessi kappi verið hógvær í veiðunum Því oft hefur mann undrað hversu mörgum ungum, rebbarnir geta raðað uppí sig í veiðiharkinu.



 Ég var svo gripinn með  sem aðstoðargæd á Gullhringinn kringum Hausthúsaeyjar á laugardaginn. Hér koma menn í land á Suðurey eftir ógleymanlegt stuð á glerharðri Gullströndinni.



 Nú var annaðhvort að duga eða drepast og ég ákvað að skella mér á hreindýr áður en ég væri kominn í hjólastól eða dauður úr elli.

 Hér er verið að rembast við riffilprófið en ég hef ekki verið mjög ötull við að skjóta á eitthvað skífudót nema rétt til að tékka á hvort sjónaukinn sé  að virka.

 Einbeiti mér bara að vargfugli og rebbum.



 Gamli góði Sakóinn minn er sem betur fer ekki mikið fyrir Það að missa frá sér særð dýr. 7 -9- 13.

Það er svo tímanna tákn að Þar sem ég lá og var að glíma við prófið, heyrði ég tófu gagga í fjallinu fyrir ofan mig.

Eitthvað samsæri í gangi hjá Þeim um að leggja mig í einelti.

17.06.2013 19:59

" Sleppitúrinn 2013 " .

 Hrossin voru komin í aðhald og réttina við beitarhólfið á Staðarhrauni.

Þetta var Þriðji dagurinn og mesti gassagangurinn farinn af hrossum og mönnum.

 Það var tékkað á hvort allar skeifur væru á sínum stað, framfætur stroknir til að fullvissa sig um að allt væri í sómanum fyrir átök dagsins og svo var farið að beisla Þá sem áttu fyrsta legginn.



Það var óvanalega mikið um skeifnavanhöld í ferðinni og Nonni fékk að spreyta sig á a.m.k. 4 hófum áður en lauk Þennan morguninn.

 Hrossunum hafði verið safnað saman efst í Skorradalnum  að Fitjum , í upphafi ferðar.  
Þau komu víða að, allt vestan af Snæfellsnesi og austan undan Eyjafjöllum.



 Hér  er verið að lenda á næturstað að Heggstöðum í lok fyrsta ferðadags en svona veður var alla ferðina enda búið að semja um Það með löngum fyrirvara.



 Það var samt gola alla dagana sem gerði ferðina bærilegri . Hér erum við komin undir Múlana vestan Grímstaða og farið að styttast í næturstað annan daginn. Það var margt um menn og hross á Grímstöðum, 3 hópar sem hittust Þar en umferðin á fjölförnustu reiðleiðunum er orðin svo mikil að menn eru ýmist með hóp á undan sér eða móti.

 Ekki sérlega spennandi fyrir hópa að mætast, með fleiri tuga hrossa í rekstri.



 Alltaf dálítil upplifun að fara einstigin gegnum hraunin að Grjótá og Hítará en Það sést enn glögglega hvernig gatan hefur verið rudd á sínum tíma Þar sem Þess Þurfti.
  Göturnar er víða grýttar og leiðinlegar yfirferðar og mætti lagfæra þær umtalsvert með því að tína úr þeim lausa hnullunga.

 Yrði örugglega skemmtilegur dagur fyrir unglingana í bæjarvinnunni hjá Borgarbyggð ef Þau fengju að spreyta sig á Því.

  Djöfull er Þetta nú ömurlega leiðinlegt sagði einn félaginn við mig Þegar við riðum norður hlíðina í Kolbeinstaðarfjalli að Mýrdal.. 

 Sólin skein og hæfilegur andvari í fangið til að halda hrossunum ferskum.
Útsýnið vestur yfir Löngufjörur með allan Snæfellsnessfjallgarðinn allt til jökulsins.
Nær blöstu við búgarðar vina minna á Austurbakkanum. gaman að geta litið svona niður á Þá einu sinni.
 Og við vorum nýbúnir að losa okkur við stóðhóp sem var í rekstrarleiðinni með öllu fjörinu sem jafnan fylgir Því.

 Okkur gat náttúrulega ekki liðið betur.



 Aðalstopp dagsins var svo í Mýrdal Þar sem bóndinn tók okkur af mikilli alúð og sannri gleði yfir að sjá okkur.

Og ekki minnkaði kætin  Þegar hann kvaddi okkur.



 Þaðan var riðið að Syðri Rauðamel og til að komst hjá að fara gegnum túnið Þar sem gamla leiðin liggur, var tekinn krókur suður fyrir Það að vaðinu yfir Haffjarðará.



 Hér er síðan næstsíðasta stopp leiðarinnar á Ytri Rauðamel Þar sem er næstfallegasta bæjarstæði á Íslandi. Nú var kominn slaki í mannskapinn , við á góðum tíma fyrir lokaslúttið og sólin skein sem aldrei fyrr.



 Það var Því ákveðið að koma við hjá snillingunum á Hótel Eldborg og Þar beið okkar áningarhólf með öllu.

Já, hrossin voru alveg búin að blása mæðinni Þegar lagt var í síðustu 2 km. í Söðulsholt.

09.06.2013 20:44

Stofnhrun og rigningarsumar?

 Bókstaflega allt að gerast bara.

Ef  ég væri ekki orðinn nokkuð heyrnaskertur myndi ég örugglega heyra grasið vaxa Þessa dagana, en Þó sjónin sé nú náttúrlega líka farin að daprast verulega sé ég Þetta gerast, - alveg greinilega.

Eða Þannig.

 
 Hér er undanfarahópur sendur að kanna beitarskilyrði til fjalla. Komi hann ekki til baka næstu dagana er Því slegið á föstu að nú sé í óhætt að senda restina á eftir í hæfilegum skömmtum.
 Komi hann hinsvegar til baka er skýringin á Því náttúrulega sú, að í Þessum hópi er samansafn af ásæknustu túnrollunum, svo Þær verða auðvitað bara sendar til baka ásamt rest.

 Í hæfilegum skömmtum.



 Enda er Það hjartað efst í hlíðinni ofan við bæinn sem segir til um Það hvenær túnrollurnar fá reisupassann. Þegar Það er orðið almennilega grænt er sumarið komið. 
  Bara fara með smá áburð Þarna upp ef sumarið er seint á ferðinni.

 Grenjavinnslan er svo brostin á og nú er illt í efni.

Sá illi grunur sem læðst hefur að glöggum fagmönnum refabana á svæðinu að nú væri stofn sveitarfélagsins í sögulegu lágmarki virðist eiga við rök að styðjast.

 Þetta eru hörmuleg tíðindi fyrir Þá sem hafa ornað sér vetrarlangt við villtustu drauma um grenjalegur í norðanroki og drullukulda, nú eða Þoku og rigningu.
 Refavinafélagið og aðrir velunnarar Þessa útsmogna blóðÞyrsta landnámsdýrs munu að sjálfsögðu líka taka Þessi tíðindi ákaflega nærri sér ef Þeir frétta Þau, en kannski á aðeins öðrum forsendum.



 Á svæðinu sem ég fór um í gær Þar sem var tékkað á 10 galtómum grenjum kunni fuglinn sér hinsvegar ekki læti . Aldrei séð jafn fjölmenna flóruna af honum fyrr á Þessu víðfeðma strand og flóasvæði.

 Vonandi Þeirra vegna að blóðÞyrstir veiðimenn og skammsýnir tófuvinir Þurfi að lifa við sem mestan tófuskort sem lengst.

 Rigningarnar sem hafa vökvað Þetta landsvæði með mismiklum vatnsskömmtum síðan um miðjan maí hafa sett alla akuryrkju sem ekki var lokið fyrir Þann tíma í nokkurt uppnám.

  Þeir sem tóku hálfan sólarhringinn í svefn á Þeim tíma sem sáningarhæft var, orðnir vanir skikkanlegu tíðarfari síðustu ára klóra sér í höfðinu yfir Þessari óáran.

 Ég myndi svo hafa nokkrar áhyggjur af hvernig Þeirri kynslóð sem ekki hefur kynnst alvöru rigningartíð á heyskapartíma, myndi standa sig í heyskap sem Þyrfti að stökkva í svona milli skúra, eins og í Þá gömlu góðu.

  Þ.e.a.s ef ég væri ekki löngu hættur að stressa mig á slíku.


Og tíkurnar tvær sem verða útskrifaðar annað kvöld eftir viku nám, hafa sannfært mig um að ég sé snillingur.

 Bara svona hlutlaus hugleiðing.emoticon 
 
Flettingar í dag: 300
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1673
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 662302
Samtals gestir: 58417
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 04:55:36
clockhere