26.06.2013 22:59

Uppáhalds, allir hinir og ótrúlegt einelti.


 Já , sumarið tikkar áfram á ógnarhraða og nú fer að sjá fyrir endann á uppáhaldsmánuðinum mínum.

 Gallinn við hann er sá að Því skemmtilegri sem hann er, Því fljótari er hann að líða.

Reyndar segja meinhornin að nú sé fyrsta haustlægðin að lemja á okkur en Það kaupi ég ekki.


  Hér er verið að fara á Geithellisgrenið sem er nú svona málamyndagerningur. Þetta er eina grenið sem er farið ríðandi á.
 
  Grenjavinnslunni er að mestu lokið enda var rólegt yfir svæðinu Þetta árið. Þó hafa fundist tvö ný gren og eitt er " bara " rétt ófundið en Það er að öllum likindum á Núpudalnum og er búinn að vera staðfestur grunur um Það í a.m.k. 3 ár.

 Þetta er náttúrulega hámark ósvífninnar og sýnir hvað rebbarnir geta verið sérlega ósvífnir að brjóta mann niður með Þessum hætti. Þó Það komi Þeim í koll í orðsins fyllstu merkingu Þegar fer að líða á sumarið, spretta upp arftakar Þeirra næsta vor.



 Trúlega hefur ungunum verið farið að fækka á svæðinu eða Þessi kappi verið hógvær í veiðunum Því oft hefur mann undrað hversu mörgum ungum, rebbarnir geta raðað uppí sig í veiðiharkinu.



 Ég var svo gripinn með  sem aðstoðargæd á Gullhringinn kringum Hausthúsaeyjar á laugardaginn. Hér koma menn í land á Suðurey eftir ógleymanlegt stuð á glerharðri Gullströndinni.



 Nú var annaðhvort að duga eða drepast og ég ákvað að skella mér á hreindýr áður en ég væri kominn í hjólastól eða dauður úr elli.

 Hér er verið að rembast við riffilprófið en ég hef ekki verið mjög ötull við að skjóta á eitthvað skífudót nema rétt til að tékka á hvort sjónaukinn sé  að virka.

 Einbeiti mér bara að vargfugli og rebbum.



 Gamli góði Sakóinn minn er sem betur fer ekki mikið fyrir Það að missa frá sér særð dýr. 7 -9- 13.

Það er svo tímanna tákn að Þar sem ég lá og var að glíma við prófið, heyrði ég tófu gagga í fjallinu fyrir ofan mig.

Eitthvað samsæri í gangi hjá Þeim um að leggja mig í einelti.
Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 417692
Samtals gestir: 37911
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 07:03:50
clockhere