Færslur: 2011 Mars

13.03.2011 21:48

Söðulsholt. Kappreiðarnar miklu.

Það gekk mikið á í Hestamiðstöðinni í Söðulsholti á föstudagskvöldið.

 Snæfellingur stóð fyrir töltkeppni í reiðhöllinni og spannaði aldur keppenda frá fjögurra ára aldri og uppúr.

 Afastelpan hún Kolbrún Katla, sem var svo heppin að fá hana Vondísi lánaða hjá vinkonu sinni henni Kristínu skólastjóra átti góða stund í brautinni.


Og hún Hafdís Lóa á Minni Borg tók Kapal til kostanna.



 Gísli á Minni Borg þurfti að draslast með karl föður sinn með í þetta sinn  en hann á eftir að vinna sig útúr því.



 Allir fengu að sjálfsögðu pening fyrir frábæra frammistöðu. Nema hvað?



Bjarki frá Hraunholtum kominn með peninginn og Kötlu tekið að leiðast biðin eftir sínum.


 
Hér er greinilega eitthvað grafalvarlegt að ske, þó Óli sé nú eitthvað sposkur á svipinn.


 
Þar sem ég sérhæfi mig í ungviðinu þessi bloggin, er vísað til Söðulsholtssíðunnar  fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum í síðri flokkum töltmótsins.

12.03.2011 19:43

Árshátíð Laugargerðisskóla.

Það var á annað hundrað manns á Árshátíðinni í dag sem er aldeilis frábær mæting.

 Enda trúlega aldrei meiri þörf á því en nú, að þeir sem vilja halda grunnskólanum í sveitinni snúi bökum saman og verji hann.

 Nemendurnir höfðu sett upp þætti úr leikritinu Emil í Kattholti og eins og fyrri daginn var þetta alveg snilld hjá þeim.



Eyvindur Tröð, Axel Hraunholtum, Selma Kaldárbakka,  Helga Lágafelli, Valgý Laugargerði.

Helga (Ída) Eyvindur (Anton), Axel (Alfred) og Ragnar (Emil) að borða súpu.



Jófríður Hömluholti, Steinunn Miðhrauni og Tumi Mýrdal



Emil/Ragnar Jörfa nýsloppinn eða rétt ófarinn í smíðaskemmuna.


Og svo er það lokasöngurinn undir styrkri stjórn Steinunnar Páls.


 Vildís Hítarnesi, Axel Hraunholtum, Tomek Lynghaga og Ársæll Ystu-Görðum að velta fyrir sér löggæslumálum á markaðinum.

 Tertuveislan á eftir var í fjáröflunarboði nemenda, (með smáaðstoð mömmu) að ógleymdri öflugri aðkomu ráðskonunnar.

08.03.2011 22:59

Týnd vorblíða, rúningur og meðfædd hæverska.

Vorblíðan sem ég lofaði svo mjög fyrir nokkrum bloggum síðan, hvarf á braut eins og við mátti búast á þessum árstíma.
Svona leit þetta út í dag ef horft var til vesturs.


 Og það var líka kominn vetur á ný í hinni áttinni, hjá aðalbloggara þeirra Austurbakkamanna.



  Doddi í Mýrdal kom svo í dag og bjargaði rúningsmálinu þetta vorið.



 Yngsta féð var alrúið en skilið aðeins eftir á hinum fyrir stóra hretið í vor.



 Vegna komandi kuldakasts var yngra féð sett í flatgryfjuna fram yfir helgi því það getur orðið ansi kalt í gömlu fjóshlöðunni sem er þeirra staður.

Dáð sem var í smá  pásu frá hvolpunum og Tinni vinur hennar sáu um að halda fénu frá gjafagrindinni meðan bætt var í hana.
 Af meðfæddri hæversku fer ég ekki nánar út í það.


 Svo er það Geirhnjúkurinn að lokum.
 Svarta skýið á fjallamyndunum er eitthvað heimtilbúið vandamál en ekki fyrirboði innrásar frá Mars.


Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418843
Samtals gestir: 38049
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 15:17:35
clockhere