Færslur: 2010 Apríl
23.04.2010 22:57
Vorverkin á fullu í sveitinni.
Ég sannfærði mig um það í morgun, að ekki væri hægt að hræra upp í haughúsinu í logninu og dreif mig af stað austur á Selfoss áður en færi að kula.
Símafundirnir eru hundleiðinlegir.
Ég hef aldrei áður komið á suðurlandið á þessum árstíma og sjá nánast engan mun á gróðurfari þar og hér vestra. Yfirleitt hefur mér fundist muna um 1/2 mán. vorkomunni þar og hér.
En þar eru næturfrostin að stoppa allt af. rétt eins og hér á nesinu.
Byggsáningin sem átti að vera komin af stað var sett í bið/frost en næturfrostin eru ekki alvond því nú er hægt að komast um akra og tún til sand og mykjudreifingar.

Her er verið að dreifa skeljasandinum á nýbrotið flag sem verður í byggrækt nokkur ár, en mun síðan verða að túni.
Við Söðulsholtsbóndinn tókum sinn daginn hvor, í sanddreifingu á nýju akrana okkar og dreifðum samtals um 140 tonnum af sandi.

Húsfreyjurnar tóku svo völdin sumardaginn fyrsta og það var byrjað á nokkurri tiltekt. Hér er margvíslegum verðmætum rótað miskunnarlaust í timburgáminn.

Seinni sprautun á lambablóðsóttarefni var drifin af og tekið undir allar ær og gemlinga í leiðinni.
Ágætis útkoma virðist vera á sæðingunum hjá henni Guðnýju, en fjórir gemlingar af 30 trúlega geldir sem er óvanalega mikið hér, en þætti trúlega lágt hlutfall sumstaðar þar sem dularfull fósturlát grassera.
Aðstæður til sinubruna voru góðar, jörðin mjög rök en sinan skraufaþurr og brann hratt.
Sinubruni er umdeildur en á þessum grasgefnu mýrum hér, er annaðhvort að fjarlægja sinuna með þessu móti eða gefa beitarnýtingu á landinu frá sér. Hér er verið að brenna geldneytahólfið
og vorbeitarhólf fjárins var tekið líka.
Og bóndinn sem var orðinn linur til verka eftir hóglífi vetrarins er óðum að
komast í vinnufært form.
Símafundirnir eru hundleiðinlegir.
Ég hef aldrei áður komið á suðurlandið á þessum árstíma og sjá nánast engan mun á gróðurfari þar og hér vestra. Yfirleitt hefur mér fundist muna um 1/2 mán. vorkomunni þar og hér.
En þar eru næturfrostin að stoppa allt af. rétt eins og hér á nesinu.
Byggsáningin sem átti að vera komin af stað var sett í bið/frost en næturfrostin eru ekki alvond því nú er hægt að komast um akra og tún til sand og mykjudreifingar.

Her er verið að dreifa skeljasandinum á nýbrotið flag sem verður í byggrækt nokkur ár, en mun síðan verða að túni.
Við Söðulsholtsbóndinn tókum sinn daginn hvor, í sanddreifingu á nýju akrana okkar og dreifðum samtals um 140 tonnum af sandi.

Húsfreyjurnar tóku svo völdin sumardaginn fyrsta og það var byrjað á nokkurri tiltekt. Hér er margvíslegum verðmætum rótað miskunnarlaust í timburgáminn.

Seinni sprautun á lambablóðsóttarefni var drifin af og tekið undir allar ær og gemlinga í leiðinni.
Ágætis útkoma virðist vera á sæðingunum hjá henni Guðnýju, en fjórir gemlingar af 30 trúlega geldir sem er óvanalega mikið hér, en þætti trúlega lágt hlutfall sumstaðar þar sem dularfull fósturlát grassera.

Aðstæður til sinubruna voru góðar, jörðin mjög rök en sinan skraufaþurr og brann hratt.
Sinubruni er umdeildur en á þessum grasgefnu mýrum hér, er annaðhvort að fjarlægja sinuna með þessu móti eða gefa beitarnýtingu á landinu frá sér. Hér er verið að brenna geldneytahólfið
og vorbeitarhólf fjárins var tekið líka.
Og bóndinn sem var orðinn linur til verka eftir hóglífi vetrarins er óðum að
komast í vinnufært form.

Skrifað af svanur
21.04.2010 21:47
Bankahrun,Kötlugos og athyglissjúkir" spámenn."
Það var mikil þöggun í gangi í undanfara hrunsins.
Fólk sem hafði fylgt straumnum með lofsöng um snilldina tók höndum saman þegar fór að halla undan fæti og varði ruglið með kjafti og klóm.
Sumpart vegna þess að vonin um að allt flyti, var trúlega fyrir hendi hjá mörgum.
Sumpart vegna þess að ef snúist yrði til varnar myndi allt sökkva umsvifalaust.
Og þjóðarleiðtoginn sem hafði sett forgöngumenn glæpalýðsins sem þurrkaði upp bankana og kom fénu úr landi, á stall með heiðarlegu og sómakæru fólki og krossað þá í bak og fyrir var/er í vondum málum.
Á bak við hann stóð ríkisstjórnin eins og hún lagði sig ásamt seðlabankastjóra og fjármálaeftirliti sökkvandi í foraðið.
Hvernig nokkrir með óbrengluðu viti geta líkt þessu ástandi við umræðu um Kötlugos er spurning sem vont er að finna rök fyrir.
Það er algjörlega óumdeilt að Katla muni gjósa.
Hvort það verður innan 10 daga eða 10 ára + veit enginn.
Hvort gosið verður lítið eða stórt veit enginn.
Hversu lengi það stendur veit enginn.
Það eru svo taldar minni líkur á því en meiri að Kötlugos muni hafa þau áhrif á flug í Evrópu sem Eyjafjallagosið hefur haft.
Hvernig í ósköpunum Bessastaðabóndanum datt í hug á þessum tímapunkti að panta viðtal við sig í erlendum sjónvarpsþætti með góðu áhorfi og fara þar að þylja upp einhver ragnarök er grátlegt.
Nýkominn af gossvæðinu þar sem menn standa frammi fyrir hrikalegum hlutum og eru sumir komnir á fremstu nöf vegna andlegs og líkamlegs álags.
Það verður góður dagur þegar ábúandaskipti verða á Bessastöðum.
Já, dyggir lesendur síðunnar fá bestu óskir um gleðilegt og gjöfult sumar og þakkir fyrir veturinn frá Dalsmynnispakkinu.
Fólk sem hafði fylgt straumnum með lofsöng um snilldina tók höndum saman þegar fór að halla undan fæti og varði ruglið með kjafti og klóm.
Sumpart vegna þess að vonin um að allt flyti, var trúlega fyrir hendi hjá mörgum.
Sumpart vegna þess að ef snúist yrði til varnar myndi allt sökkva umsvifalaust.
Og þjóðarleiðtoginn sem hafði sett forgöngumenn glæpalýðsins sem þurrkaði upp bankana og kom fénu úr landi, á stall með heiðarlegu og sómakæru fólki og krossað þá í bak og fyrir var/er í vondum málum.
Á bak við hann stóð ríkisstjórnin eins og hún lagði sig ásamt seðlabankastjóra og fjármálaeftirliti sökkvandi í foraðið.
Hvernig nokkrir með óbrengluðu viti geta líkt þessu ástandi við umræðu um Kötlugos er spurning sem vont er að finna rök fyrir.
Það er algjörlega óumdeilt að Katla muni gjósa.
Hvort það verður innan 10 daga eða 10 ára + veit enginn.
Hvort gosið verður lítið eða stórt veit enginn.
Hversu lengi það stendur veit enginn.
Það eru svo taldar minni líkur á því en meiri að Kötlugos muni hafa þau áhrif á flug í Evrópu sem Eyjafjallagosið hefur haft.
Hvernig í ósköpunum Bessastaðabóndanum datt í hug á þessum tímapunkti að panta viðtal við sig í erlendum sjónvarpsþætti með góðu áhorfi og fara þar að þylja upp einhver ragnarök er grátlegt.
Nýkominn af gossvæðinu þar sem menn standa frammi fyrir hrikalegum hlutum og eru sumir komnir á fremstu nöf vegna andlegs og líkamlegs álags.
Það verður góður dagur þegar ábúandaskipti verða á Bessastöðum.
Já, dyggir lesendur síðunnar fá bestu óskir um gleðilegt og gjöfult sumar og þakkir fyrir veturinn frá Dalsmynnispakkinu.
Skrifað af svanur
19.04.2010 20:31
Útigangsfé heimtist af fjalli.
Það eru ekki ýkja mörg ár síðan það taldist til tíðinda ef kindur voru að heimtast þegar komið var fram á vetur.
Það eru ekki fréttir lengur, og reyndar frekar tíðindi ef ekki eru að koma fram kindur frameftir öllum vetri eða útigengið fé komi fram að hausti.
Þegar mín heittelskaða brá sér í fjallgöngu á laugardaginn voru 5 kindur það fyrsta sem hún sá þegar kom hér inn á dalinn.
Þó ég hafi farið nokkrum sinnum og síðast fyrir um 10 dögum og skannað þennan hluta fósturjarðarinnar, ekki einungis með arnfránum augum heldur með alvöru sjónauka í þokkabót( Zeiss) kom þetta mér ekki á óvart.

Góður dagur fyrir Snilld og Vask, sem komust í alvöru kindahasar þó þessar kindur væru reyndar ljúfar eins og lömb. (Eða þannig). Hér eru þau búin að ná tökum á hópnum, til að stilla honum upp fyrir myndatöku.
Þessar kindur virðast hafa lagt af stað í slyddubylnum sem gerði fyrir stuttu og stoppað hér á dalnum hjá mér, sem sýnir að þær hafa gott vit á landgæðum.
Þetta voru vel agaðar kindur allar á öðrum vetri, nema hrútlambið sem fylgdi þeim af mikilli
trúmennsku. Hrússi hefur væntanlega gulltryggt það að eigandinn hefði eðlilegan arð af þessu búfé sínu þrátt fyrir lágan fóðurkostnað.
Og eftir mildan vetur var féð í prýðilegu ásigkomulagi.

Já þetta var alvöru vesturbakkafé frá sveitunga mínum en hrússi var mikill ræktunarbolti af Austurbakkanum.
Þó vinir mínir af Austurbakkanum séu nú svona dags daglega oftast til margvíslegra vandræða klikka þeir aldrei þegar á reynir.
Eins og þið sjáið er þetta a.m.k. 90 stiga hrútur sem Ásbjörn lánaði í málið, og ljóst að þau lömb sem útúr þessu ævintýri koma munu ekki gefa sæðislömbunum neitt eftir.
Já bara að gera meira af þessu í kreppunni.
Það eru ekki fréttir lengur, og reyndar frekar tíðindi ef ekki eru að koma fram kindur frameftir öllum vetri eða útigengið fé komi fram að hausti.
Þegar mín heittelskaða brá sér í fjallgöngu á laugardaginn voru 5 kindur það fyrsta sem hún sá þegar kom hér inn á dalinn.
Þó ég hafi farið nokkrum sinnum og síðast fyrir um 10 dögum og skannað þennan hluta fósturjarðarinnar, ekki einungis með arnfránum augum heldur með alvöru sjónauka í þokkabót( Zeiss) kom þetta mér ekki á óvart.

Góður dagur fyrir Snilld og Vask, sem komust í alvöru kindahasar þó þessar kindur væru reyndar ljúfar eins og lömb. (Eða þannig). Hér eru þau búin að ná tökum á hópnum, til að stilla honum upp fyrir myndatöku.
Þessar kindur virðast hafa lagt af stað í slyddubylnum sem gerði fyrir stuttu og stoppað hér á dalnum hjá mér, sem sýnir að þær hafa gott vit á landgæðum.
Þetta voru vel agaðar kindur allar á öðrum vetri, nema hrútlambið sem fylgdi þeim af mikilli
trúmennsku. Hrússi hefur væntanlega gulltryggt það að eigandinn hefði eðlilegan arð af þessu búfé sínu þrátt fyrir lágan fóðurkostnað.
Og eftir mildan vetur var féð í prýðilegu ásigkomulagi.

Já þetta var alvöru vesturbakkafé frá sveitunga mínum en hrússi var mikill ræktunarbolti af Austurbakkanum.
Þó vinir mínir af Austurbakkanum séu nú svona dags daglega oftast til margvíslegra vandræða klikka þeir aldrei þegar á reynir.
Eins og þið sjáið er þetta a.m.k. 90 stiga hrútur sem Ásbjörn lánaði í málið, og ljóst að þau lömb sem útúr þessu ævintýri koma munu ekki gefa sæðislömbunum neitt eftir.
Já bara að gera meira af þessu í kreppunni.

Skrifað af svanur