26.01.2016 20:30

Já. Maður spyr ekki að myndarskapnum !!


 Mér finnst hún nú dálítið stórgerð eða hundsleg . Ég vil hafa tíkurnar fínlegar sagði vinur minn spekingslega.

 Eftir á að hyggja hefur hann trúlega verið að ná mér niður á jörðina eftir að ég hafði verið að lýsa því með mörgum orðum hvað hún Skessa min væri alveg rosalega góð og skemmtileg.

 Ég var fljótur að átta mig, varð alveg sérdeilis trúverðugur til augnanna og sagðist (alveg grafalvarlegur) hafa mikla og örugga reynslu fyrir því að þessar stóru, myndarlegu tíkur,væru undantekningarlaust alveg afbragðs fjárhundar.

 Ekki síst ef þær væru hreinlega bara hundslegar í útliti.

Klikkaði bara ekki. emoticon

 Vinur minn þagði við smástund og vék síðan fimlega frá þessu umræðuefni emoticon

 Þetta samtal átti sér þó stað þegar Skessa var upp á sitt besta fyrir um 10 - 12 árum og vinur minn átti nú að vita að ég hefði ákaflega takmarkað vit á hundum emoticon.

 Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekking mín á hundum hefur aukist nokkuðemoticon.

 Og ég er nú farinn að hallast að þeirri skoðun að þetta hafi nú kannski ekki verið eins mikið  bull og það átti að vera á þessum tíma.


  Það verður ekki um það deilt að Skessa var mikil myndartík emoticon .


                      Og algjör snillingur í vinnunni.



  Korka er aðaltíkin í dag og toppar allar tíkur sem ég hef átt, eða unnið með um dagana.

Afbragð í umgengni og vinnu. emoticon



  Það verður ekki sagt um hana að hún sé mjög pempíuleg í útliti emoticon .

 Ég er að ala upp og byrjaður að temja 3 tíkur undan Korku.
Þær eru rúmlega 8 mán í dag.



 Ein þeirra Bonnie, er talsvert frábrugðin systrum sínum. stærri og myndarlegri og bara ekki nærri eins fínleg í útliti og þær.

 Og það er engin spurning um það, að henni verður haldið eftir í ræktunina.

 Við það val horfi ég númer 1, 2, og 3 á hæfileikana sem ég sé í þeim.

Íhugunarvert emoticon.

 Skemmtilegt emoticon 

Hvort sem þið trúið þessu nú eða ekki. emoticon

 
 
 
Flettingar í dag: 220
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414781
Samtals gestir: 37300
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:20:09
clockhere