Færslur: 2012 Desember

10.12.2012 08:45

Súper sveitamarkaður.

Sveitamarkaður á Breiðabliki er orðinn árlegur og ómissandi  viðburður á aðventunni.

Þó renneríið sé mun minna en á sumarmarkaðnum er samt þokkaleg mæting bæði af lengra aðkomnum og heimamönnum.

 :Það er rólegt yfir mannskapnum, tekinn góður tími yfir kaffinu og rjómavöfflunum eftir að búið er að taka fyrsta innkaupahringinn.



 Þarna fæst  allskonar snilldarframleiðsla heimafólks en einhvernveginn sést nú samt ekki mikið af framleiðsluvörum karlpeningsins á svæðinu. Nú er rúgbrauðið og kæfan frá Bíldhólsfrúnni falið innst í ísskápnum svo það endist lengur.



 Já , nú er til í ískápnum margvíslegt lostæti sem verður notað sem undanfari jólabröggunarinnar. JHreint ekkert sem bendir til annars en ég muni ná aftur þeim 3 kg. sem tapast hafa í þrældómi sumarsins og haustsins.



 Þóra Kóps. tók mig á orðinu þegar ég kvartaði í fyrra, svo nú á ég hlýja og góða prjónahúfu með Border Collie munstri.



 Heimagerð handsápa tók sig vel út í fjárvænu umhverfi með allskonar öðrum handunnum listmunum umhverfis.



 Hér birgði ég mig upp af ullarsokkum fyrir árið en þeir ásamt heita pottinum gulltryggja hestaheilsu undirritaðs.( 7-9-13).



 Og það var ekki slegið við slöku heldur var handavinnan á fullu í sölumennskunni.

06.12.2012 08:15

Að fylla og tæma réttu kassana.

Snillingarnir sem voru í því að færa fé  úr einum kassanum í annan í boði  uppáhalds stjórnmálaflokkanna okkar, eru velflestir í góðum málum í dag.
 Allskonar sambönd og innherjaupplýsingar í samblandi við sitthvað fleira, tryggði þeim yfirleitt að réttu kassarnir fylltust en hinir tæmdust ásamt kössum fáráðanna í neðsta laginu.


Núna er eftir að koma rennum á húsið og strompi í mæninn.  Rennurnar fá að bíða sumars.

 Í sveitinni höfum við ekki lært þetta enn, enda frekar tregir.
 Nú er að koma lokamynd á þennan kassa hér og hann  orðinn stútfullur af fé. En það voru samt ekki annarra manna kassar sem tæmdust við það sem hefði nú verið ágætt, eða þannig:
 
 Nú verður farið í að lista upp alla fídusana sem eftir eru innanhúss svo hægt verði að fara skipulega í restina en skipulagning er ekki sterkasta hlið bóndans.


 Diddi smiður og Atli bóndi að ganga frá gormum og vírahjólum eftir að gefist hafði verið upp á
 " sérfræðing " seljandans
og vitlausu teikningunum hent.

 Það var orðið löngu tímabært að setja upp stóru hurðina en vesinið fylgdi henni til enda. Leiðbeiningabæklingurinn var ekki með og sá sem var sendur í tölvupósti ekki sá rétti .

 En það var komist úr þeim ógöngum og nú virkar hún fínt.
  Þar sem búið var að loka á fjárveitingar var rafmagninu sleppt og prófað að taka keðjudrif í staðinn.

  Það er að svínvirka, lauflétt og dobblað svo hraðinn upp og niður er meiri en í rafmagninu.

Eftir illviðrin í nóv. þakkar maður svo fyrir hvern góðviðrisdaginn á fætur öðrum sem gerir skammdegið mun bærilegra.

Flettingar í dag: 2543
Gestir í dag: 264
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430522
Samtals gestir: 39779
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 20:33:10
clockhere