10.12.2012 08:45

Súper sveitamarkaður.

Sveitamarkaður á Breiðabliki er orðinn árlegur og ómissandi  viðburður á aðventunni.

Þó renneríið sé mun minna en á sumarmarkaðnum er samt þokkaleg mæting bæði af lengra aðkomnum og heimamönnum.

 :Það er rólegt yfir mannskapnum, tekinn góður tími yfir kaffinu og rjómavöfflunum eftir að búið er að taka fyrsta innkaupahringinn.



 Þarna fæst  allskonar snilldarframleiðsla heimafólks en einhvernveginn sést nú samt ekki mikið af framleiðsluvörum karlpeningsins á svæðinu. Nú er rúgbrauðið og kæfan frá Bíldhólsfrúnni falið innst í ísskápnum svo það endist lengur.



 Já , nú er til í ískápnum margvíslegt lostæti sem verður notað sem undanfari jólabröggunarinnar. JHreint ekkert sem bendir til annars en ég muni ná aftur þeim 3 kg. sem tapast hafa í þrældómi sumarsins og haustsins.



 Þóra Kóps. tók mig á orðinu þegar ég kvartaði í fyrra, svo nú á ég hlýja og góða prjónahúfu með Border Collie munstri.



 Heimagerð handsápa tók sig vel út í fjárvænu umhverfi með allskonar öðrum handunnum listmunum umhverfis.



 Hér birgði ég mig upp af ullarsokkum fyrir árið en þeir ásamt heita pottinum gulltryggja hestaheilsu undirritaðs.( 7-9-13).



 Og það var ekki slegið við slöku heldur var handavinnan á fullu í sölumennskunni.
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1482
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 448800
Samtals gestir: 41438
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 00:51:16
clockhere