Færslur: 2011 Desember

01.12.2011 23:37

Svona 2008 snjór og ???

 Hér á sunnanverðu Nesinu er snjórinn sjaldan langvarandi vandamál.

 Varla sést alvöru snjór síðan 2008 þegar allir áttu nóg af öllu.


                                Svona leit þetta út í skammdegisbirtunni í dag.

 Sá snjór fauk/ rann svo í burt í fyllingu tímans ásamt allsnægtunum hjá flestum, bæði ímynduðum og raunverulegum.

 Nú er semsagt komið fullt af snjó og alvöruvetur í kortunum svo langt sem séð verður. Reyndar ekkert að marka þá spámennsku en samt.

 Það  er hinsvegar fátítt  að hér fari allt á kaf í snjó á frostlausa jörð eins og núna.

Bóndinn veltir því fyrir sér svona með öðrum vangaveltum hvort það þýði minni eða meiri kalhættu ef það á nú eftir að blota og frysta í þennan snjó frameftir vetri.

 Það hefur nefnilega ekki kalið tún hér óralangt aftur í timann og ekki spurning um hvort það muni gerast á ný, heldur hvenær.

 Sem betur fer verður auðveldara að taka á því núna heldur en í den með alla þessa jarðyrkjugræjur í hringrásinni.

 

 Hér er horft norður Stóra Langadalinn í mars 2008. Það eru ekki margir staðir vélsleðafærir ofan í hann þó færið sé gott .


Hér er bakhliðin á Svörtufjöllum og rétt grillir í toppinn á Skyrtunnu  milli þeirra. Ekki mjög svört þarna.

 Já svona var þetta 2008 og kannski verður hægt að taka á stöðunni þarna í vetur.


              Dáð fékk nú lítið að gera enda komin í hvolpeignarfrí þó nokkrar vikur séu í got. Hún var samt höfð með til öryggis.

 Þessi dilkær var sest að á sólpallinum í Hrossholti í dag og þar sem ekki var hægt að bjóða henni nema inní forstofuna eða bílskúrinn á þeim bæ, var henni boðið að Dalsmynni.

 Hún var langt að komin lengst sunnan úr Hraunhrepp.

 Snjósleðarnir sem hafa verið í fríi síðustu vetur voru gangsettir í gær og gerðir klárir fyrir komandi átök.

 Síðustu ærnar verða rúnar á morgun og svo.........................................
Flettingar í dag: 3296
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651394
Samtals gestir: 58004
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:18:07
clockhere