Færslur: 2011 Júní
17.06.2011 20:47
Sleppitúr. Siðasti dagurinn.
Það munaði litlu að allt færi í klessu í fyrsta áfanganum frá Borgarholti í áningarhólfið í Stakkhamarsnesinu.
Við vorum komin langleiðina þegar reksturinn slapp upp á nesið og ætlaði að taka strikið út á fjöruna.
Þó Gunni héldi því fram að hann hefði bjargað málinu var það nú hátt rofabarð sem kom í veg fyrir að hópurinn stormað út á fjöruna þar sem ekki var fullfallið út.
Þetta tafði fyrir þeim svo við náðum vopnum okkar á ný og öskrin sem ég framleiddi höfðu ekki einungis undraverð áhrif á ólátabelgina í rekstrinum þar sem Dalsmynnisklárarnir voru fremstir meðal jafningja. Þau höfðu líka undraverð áhrif á Guggu og Halldóru sem þeystu um öskrandi eins og indíánar í árásarhug og þar með var sú orrustan unnin og hópurinn kominn í áningargerðið nokkrum mínútum síðar.
Þetta áningarhólf sem sett var upp að frumkvæði Snæfellings og Stakkhamarsbænda er algjör snilld og minnir mig á áningarhólfin hans Ödda sem hann hafði dreift um Lónið og Suðursveitina .
Ég kenndi svo Einar um að hafa rekið okkur of fljótt af stað, þegar við blotnuðum aðeins í síðasta álnum en það var farið aðeins of utarlega og þó eitt og eitt hross flyti upp slapp þetta allt til.
Norðanáttin færðist svo heldur í aukana eftir því sem við nálguðumst endastöð og kominn hrollur í suma um það er lauk.
Félagar mínir voru þarna að ljúka 5 daga ferð frá Rifi og voru hæstánægð þó að á ýmsu hefði gengið. Týndi hesturinn fannst og þessar 3 eða 4 byltur í ferðinni höfðu ekki mjög alvarlegar afleiðingar.
Það var síðan tvöföld veisla um kvöldið , grillveisla hjá sleppitúragenginu og síðan tvöföld afmælisveisla Atla og Iðunnar sem urðu 30 ára fyrir skemmstu.
Meirháttar alltsaman og takk fyrir mig.
Við vorum komin langleiðina þegar reksturinn slapp upp á nesið og ætlaði að taka strikið út á fjöruna.
Þó Gunni héldi því fram að hann hefði bjargað málinu var það nú hátt rofabarð sem kom í veg fyrir að hópurinn stormað út á fjöruna þar sem ekki var fullfallið út.
Þetta tafði fyrir þeim svo við náðum vopnum okkar á ný og öskrin sem ég framleiddi höfðu ekki einungis undraverð áhrif á ólátabelgina í rekstrinum þar sem Dalsmynnisklárarnir voru fremstir meðal jafningja. Þau höfðu líka undraverð áhrif á Guggu og Halldóru sem þeystu um öskrandi eins og indíánar í árásarhug og þar með var sú orrustan unnin og hópurinn kominn í áningargerðið nokkrum mínútum síðar.
Þetta áningarhólf sem sett var upp að frumkvæði Snæfellings og Stakkhamarsbænda er algjör snilld og minnir mig á áningarhólfin hans Ödda sem hann hafði dreift um Lónið og Suðursveitina .
Ég kenndi svo Einar um að hafa rekið okkur of fljótt af stað, þegar við blotnuðum aðeins í síðasta álnum en það var farið aðeins of utarlega og þó eitt og eitt hross flyti upp slapp þetta allt til.
Norðanáttin færðist svo heldur í aukana eftir því sem við nálguðumst endastöð og kominn hrollur í suma um það er lauk.
Félagar mínir voru þarna að ljúka 5 daga ferð frá Rifi og voru hæstánægð þó að á ýmsu hefði gengið. Týndi hesturinn fannst og þessar 3 eða 4 byltur í ferðinni höfðu ekki mjög alvarlegar afleiðingar.
Það var síðan tvöföld veisla um kvöldið , grillveisla hjá sleppitúragenginu og síðan tvöföld afmælisveisla Atla og Iðunnar sem urðu 30 ára fyrir skemmstu.
Meirháttar alltsaman og takk fyrir mig.
Skrifað af svanur
16.06.2011 05:29
Sleppitúr 2011.
Ég laumaði mér inn í sleppitúrinn á 4. degi en þá voru eftir 2 góðir dagar í Söðulsholt.
Klárarnir mínir eru ekki til stórræðanna alveg notkunarlausir svo það var stólað á magnið eða fjóra hesta á ýmsum aldri.
Lagt var upp frá Böðvarsholti ( í Staðarsveit) um kl 11 en hafa þurfti fjöru yfir Staðarárósinn.
Það var bein og breið leið niður fjöruveginn hjá henni systur minni á Kálfárvöllum og síðan tók fjöruborðið við austur að Kirkjuhól. Þetta var langur áfangi og komin ró yfir reksturinn löngu áður en við náðum þangað.
Laila í Hofgörðum hafði lánað okkur aðstöðu fyrir áninguna svo þarna var stoppað vel, skipt um hross og járnaðir tveir hófar.
Ferðaþjónustubændur að Hofi hafa tekið til hendinni í vetur og komið upp 10 smáhýsum og munu einhver þeirra verða tilbúin til nýtingar í sumar..
Þaðan var síðan veginum fylgt að Tröðum þar sem fjaran beið okkar ný.
Það er varla kominn nægur gróður í næturhólf og á áningastöðum þó komið sé framyfir miðjan júní en í Borgarholti beið okkar vel gróið hólf og rausnarlegar móttökur hjá Viðari.
Og síðasti dagurinn á að enda í Söðulsholti á morgun með grillslútti hjá sleppitúragenginu og 2 X 30 ára afmælisveislu hjá Atla og Iðunni.( Erfiður dagur.)
Klárarnir mínir eru ekki til stórræðanna alveg notkunarlausir svo það var stólað á magnið eða fjóra hesta á ýmsum aldri.
Lagt var upp frá Böðvarsholti ( í Staðarsveit) um kl 11 en hafa þurfti fjöru yfir Staðarárósinn.
Það var bein og breið leið niður fjöruveginn hjá henni systur minni á Kálfárvöllum og síðan tók fjöruborðið við austur að Kirkjuhól. Þetta var langur áfangi og komin ró yfir reksturinn löngu áður en við náðum þangað.
Laila í Hofgörðum hafði lánað okkur aðstöðu fyrir áninguna svo þarna var stoppað vel, skipt um hross og járnaðir tveir hófar.
Ferðaþjónustubændur að Hofi hafa tekið til hendinni í vetur og komið upp 10 smáhýsum og munu einhver þeirra verða tilbúin til nýtingar í sumar..
Þaðan var síðan veginum fylgt að Tröðum þar sem fjaran beið okkar ný.
Það er varla kominn nægur gróður í næturhólf og á áningastöðum þó komið sé framyfir miðjan júní en í Borgarholti beið okkar vel gróið hólf og rausnarlegar móttökur hjá Viðari.
Og síðasti dagurinn á að enda í Söðulsholti á morgun með grillslútti hjá sleppitúragenginu og 2 X 30 ára afmælisveislu hjá Atla og Iðunni.( Erfiður dagur.)
Skrifað af svanur
13.06.2011 20:36
Þegar litla hvolpkrúttið verður stórt.
Þetta var eldri maður eftir röddinni að dæma, kynnti sig kurteislega og spurði hvort ég væri ekki að rækta og sýsla með Border Collie hunda?
Þegar ég jánkaði því sagðist hann að " þau" ættu tæplega tveggja ára B C tík.
Því miður væri konan sín komin með ofnæmi fyrir hundum og þau myndu því neyðast til að láta tíkina frá sér eða svæfa hana að öðrum kosti.
Hvort ég væri til í að taka hana eða hvort ég vissi af e.h. sem vantaði svona hund.
Hann tók fram að ekki yrði um sölu að ræða.
Ég tók strax fram að ég gæti ekki tekið hana, en ef hún væri vel ættuð og efnileg í kindavinnu mætti skoða hvort ég gæti aðstoðað þau við að koma henni fyrir á góðum stað.
Viðmælandinn fullvissaði mig um að tíkin væri hreinræktuð og undan góðum smalahundum.
Þetta væri einstakt gæðadýr og erfitt að láta hana frá sér. Hann nefndi síðan bæinn sem hún var frá en meira vissi hann ekki um ættina.
Ok , ég þarf að sjá hana vinna í kindum og kynna mér ættina ef ég á að koma að málinu sagði ég.
Það var síðan afráðið að þau myndu mæta með tíkina á svæðið til að byrja með.
Þetta reyndust vera eldri hjón og spurning hvort réði meiru tíkin eða þau. Hún lá í taumnum eftir að þeim tókst að koma honum á hana og var greinilega frekar örlynd.
Hann hafði sagt mér að einusinni hefði hún komist í kindur og svona rekið þær til og frá og síðan frá sér.
Hann var greinilega tregur til að sleppa henni í kindurnar enda með um 10 m. spotta á henni en ég gaf mig ekki með það.
Tíkin var komin með nokkurn áhuga og bar sig alls ekki illa að þessu. Þó hún virtist sækja í að reka þær, kom alltaf að því að hún stoppaði þær af.
Ég sagði eigandanum að þetta liti þokkalega út þó ekki væri hægt að meta kjarkinn í henni með svona þjálum kindum. Reyndar fékk ég á tilfinninguna að þar vantaði e.h. á.
Ég fór síðan yfir vandamálin við að koma tveggja ára hundi fyrir á ásættanlegu heimili. Flestir vildu ala hundana upp sjálfir og heimilin væru afar misjafnlega hundavæn.
Eftir að þau fóru hafði ég upp á ræktandanum sem kannaðist umsvifalaust við þetta got.
Foreldrarnir voru eiginlega bæði ótamin , móðirin trúlega hreinræktuð og hefði verið gott efni en einum of fyrirferðamikil fyrir þau. Faðirinn hefði verið blandaður, líklega íslendingur að einum fjórða.
Ég hringdi í eigendurnar og sagði þeim þessi tíðindi og nú væri málið orðið öllu erfiðara.
Frúin áttaði sig reyndar strax á því og varð greinilega strax afhuga því að reyna að koma henni fyrir hjá vandalausum.
Við frúin kvöddumst síðan með virktum.
´Eg velti því hinsvegar fyrir mér , að hún sem var með svo mikið ofnæmi fyrir hundum að tíkin yrði að fara, gat varla slitið sig frá Dáð minni og klappaði henni allan tímann á meðan við vorum að fara yfir málið í lok heimsóknarinnar.
Þegar ég jánkaði því sagðist hann að " þau" ættu tæplega tveggja ára B C tík.
Því miður væri konan sín komin með ofnæmi fyrir hundum og þau myndu því neyðast til að láta tíkina frá sér eða svæfa hana að öðrum kosti.
Hvort ég væri til í að taka hana eða hvort ég vissi af e.h. sem vantaði svona hund.
Hann tók fram að ekki yrði um sölu að ræða.
Ég tók strax fram að ég gæti ekki tekið hana, en ef hún væri vel ættuð og efnileg í kindavinnu mætti skoða hvort ég gæti aðstoðað þau við að koma henni fyrir á góðum stað.
Viðmælandinn fullvissaði mig um að tíkin væri hreinræktuð og undan góðum smalahundum.
Þetta væri einstakt gæðadýr og erfitt að láta hana frá sér. Hann nefndi síðan bæinn sem hún var frá en meira vissi hann ekki um ættina.
Ok , ég þarf að sjá hana vinna í kindum og kynna mér ættina ef ég á að koma að málinu sagði ég.
Það var síðan afráðið að þau myndu mæta með tíkina á svæðið til að byrja með.
Þetta reyndust vera eldri hjón og spurning hvort réði meiru tíkin eða þau. Hún lá í taumnum eftir að þeim tókst að koma honum á hana og var greinilega frekar örlynd.
Hann hafði sagt mér að einusinni hefði hún komist í kindur og svona rekið þær til og frá og síðan frá sér.
Hann var greinilega tregur til að sleppa henni í kindurnar enda með um 10 m. spotta á henni en ég gaf mig ekki með það.
Tíkin var komin með nokkurn áhuga og bar sig alls ekki illa að þessu. Þó hún virtist sækja í að reka þær, kom alltaf að því að hún stoppaði þær af.
Ég sagði eigandanum að þetta liti þokkalega út þó ekki væri hægt að meta kjarkinn í henni með svona þjálum kindum. Reyndar fékk ég á tilfinninguna að þar vantaði e.h. á.
Ég fór síðan yfir vandamálin við að koma tveggja ára hundi fyrir á ásættanlegu heimili. Flestir vildu ala hundana upp sjálfir og heimilin væru afar misjafnlega hundavæn.
Eftir að þau fóru hafði ég upp á ræktandanum sem kannaðist umsvifalaust við þetta got.
Foreldrarnir voru eiginlega bæði ótamin , móðirin trúlega hreinræktuð og hefði verið gott efni en einum of fyrirferðamikil fyrir þau. Faðirinn hefði verið blandaður, líklega íslendingur að einum fjórða.
Ég hringdi í eigendurnar og sagði þeim þessi tíðindi og nú væri málið orðið öllu erfiðara.
Frúin áttaði sig reyndar strax á því og varð greinilega strax afhuga því að reyna að koma henni fyrir hjá vandalausum.
Við frúin kvöddumst síðan með virktum.
´Eg velti því hinsvegar fyrir mér , að hún sem var með svo mikið ofnæmi fyrir hundum að tíkin yrði að fara, gat varla slitið sig frá Dáð minni og klappaði henni allan tímann á meðan við vorum að fara yfir málið í lok heimsóknarinnar.
Skrifað af svanur