Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 23:28

Eyja- og Miklaholtshreppur. Sveitarstjórnarlög og samþykktir hreppsins þverbrotin.


  Sveitarstjórnarlögin um það hvernig boða skuli til funda bæja eða sveitarstjórna eru afdráttarlaus.
Síðan hafa trúlega allar bæja og sveitarstjórnir sett sér samþykktir sem kveða nánar á um þetta eins og hentar hverju sveitarfélagi.

 Þrátt fyrir að komið hafi fram eindregnar óskir um að sveitarstjórn Eyja og Miklaholtshrepps færu að lögum og samþykktum um þetta, hefur gengið erfiðlega að ná því fram.

 Til að byrja með voru fundirnir einungis boðaðir sveitarstjórnamönnum og þess gætt að setja þá ekki á fyrirfram ákveðna daga. 

 Þegar fór að þrengja að sveitarstjórninni með þetta var gripið til ýmissa bragða.

Ágætt dæmi um það er hér, í upphafi fundargerðar á fundi sem ekki var boðaður íbúum.

 " 15. fundur 23. 11. 2010 

Allir aðalmenn mættir.

Fundurinn lokaður þar sem málefni hans getur varðað persónulega hagi einstaklinga tengda Laugargerðisskóla.  "

Þarna voru teknir fyrir nokkrir dagskrárliðir en fundurinn allur lokaður vegna eins þeirra.

Kolólögt.


 Annað dæmi er boðun síðasta hreppsnefndarfundar.

 " Ágætu sveitungar. 

Sendi ykkur fundargerðir þriggja síðustu funda.

Næsti fundur verður í kvöld kl. 21.00. á dagskrá er þriggja ára fjárhagsáætlun og ýmis bréf og erindi lögð fram til kynningar. 

Með kveðju

Guðbjartur "

 Þetta fundarboð var sent íbúum á netföngum nokkrum klukkustundum fyrir fund.
Engin alvöru dagskrá fylgdi.

Kolólöglegt.

 Nú þyngist rekstur sveitarfélagsins og mikilsvert bæði íbúum og sveitarstjórn að sæmileg sátt sé um reksturinn og stjórnsýsluna.

Hún næst ekki með því að brjóta á lýðræðislegum rétti íbúanna eins og sveitarstjórn Eyja og Miklaholtshrepps sýnir einbeittan brotavilja til.

Ég hef oft sagt það, bæði í ræðu og riti að það væri lítið mál að kenna gömlum hundi að sitja , þvert á kunnan málshátt um annað.

Hinsvegar hef ég aldrei tjáð mig um það, hvernig gengur þegar málshættinum er snúið upp á tvífætlingana.

Hér fyrir neðan er bréf Innanríkisráðuneytisins, þar sem það varðar leið sveitarstjórnarinnar í málinu.

 Það verður svo fróðlegt að fylgjast með því hvernig henni gengur að komast af stað á þeim vegi og fylgja honum.







26.02.2011 22:33

Nokkrar af dömunum- ekki auglýsing.


 Það var verið að biðja um að fá að fylgjast með hvolpauppeldinu og hér er smá sýnishorn.





 Þessi mynd er sérstaklega fyrir hana Guðbjörgu á S.Löngumýri.

25.02.2011 10:46

Fjárhundanámskeið á döfinni.

Þar sem hundaáhugafólkið er óvanalega áhugasamt um síðuna mína þessa dagana er rétt að benda á að stefnt er að leiðbeininganámskeiði í tamningu fjárhunda annaðhvort 19 eða 20 mars.

 
Hér er erlendur kennari (Colin) aðsýna hvernig á að glíma við erfiðan nemanda.

 Stefnan er sett á að leiðbeinendurnir verði tveir, Gísli í Mýrdal og undirritaður.

Unnið verði með hundana annarsvegar í reiðhöllinni í Söðulsholti ( þá ótömdu) og hinsvegar með þá lengra komnu í Dalsmynni en nú þegar er búið að panta gott veður annahvorn daginn.


Aðstaðan í Hestamiðstöðinn er 5 stjörnu  + þar sem er m.a. hægt að horfa á DVD kennsludiska í pásunum.

 Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem eru með nokkuð tamda hunda en eiga eftir að kenna þeim að skipta hóp eða hætta að vinna við kindahóp og leita að öðrum hóp fyrir aftan sig.

 Þeir sem eru að hugsa um að taka þátt í fjárhundakeppnum gætu líka haft gott af því að fá æfingu í  því hvernig hún fer fram.


 Hér er Gísli að sýna hvernig hlutirnir gerast með tömdum hundi /Kötu frá Daðastöðum.

Það er enn pláss fyrir 3 - 4- og póstfangið er dalsmynn@ismennt.is eða Svanur í s. 6948020.

 Verðið er um 10 - 12.000 kr með öllu( eftir fjölda) og námskeiðið er styrkhæft úr Starfsmenntasjóði bænda fyrir ábúendur á lögbýli, 8 - 12.000 kr eftir námskeiðslengd.,

 

Flettingar í dag: 785
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 6132
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 660231
Samtals gestir: 58358
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 22:04:07
clockhere