Færslur: 2010 Júní

17.06.2010 16:50

Folald að fæðast. - Myndir.

Nú koma folöldin í heiminn hvert á fætur öðru.



 Hér er aðalhryssan mín hún Von frá Söðulsholti að koma með sitt folald þetta árið.



Ég var búinn að panta rauða hryssu en Von hefur hefur haldið sig við hestfolöd þessi 4 skipti sem hún hefur kastað.



 Þetta var allavega ekki alveg eins á litinn og það átti að vera. Dökk dökk rautt eins og pabbinn, Sigur frá Hólabaki.


 
Neibb, ekki var það nú hryssa.

  En þetta er nú samt bara þokkalega flottur hestur. emoticon



16.06.2010 18:38

Grænir fingur í " góðærinu".

Það er mörg matarholan í sveitinni og þegar allt hrynur eða þannig, leita menn margvíslegra bjargráða, bæði smárra og stórra.

 Húsfreyjurnar í Dalsmynni fylltust allt í einu miklum garðyrkjuáhuga bændum þeirra til mikillar skelfingar.

Enda fengu þeir blásaklausir að taka til hendinni við allskonar föndur sem er nú bara fyrir ............



 Nýjasta hugmyndin var fiskikör inn í gróðurhúsið og hér eru gulræturnar á fullri ferð móti neytendunum.



Jarðarberin og sykurbaunirnar vaxa húsfreyjunum  fljótlega yfir höfuð.



Og hér er einhver dularfull möndlukartöflutilraun í gangi. Ég hef reyndar aldrei heyrt minnst á möndlukartöflur fyrr.



 Utandyra er líka allt á fullu og káltegundirnar hér sem ég kann ekki að nefna munu vonandi smakkast vel með lambakjötinu í fyllingu tímans.


 Eitt af mörgu sem ég þoli alls ekki eru laukar og þessvegna ræði ég þessa mynd ekki frekar.


En allt er vænt sem vel er grænt.

Nema grænjaxlarnir í .........  emoticon

15.06.2010 07:53

Sofið saman í sveitinni. Alvörumynd.

 Það tekur á að vaka eftir folöldum nótt eftir nótt.



 Hér lögðu þeir sig í vorbjartri nóttinni Dóri og óskírður verðandi snillingur frá Dalsmynni.

Móðir Von frá Söðulsholti.
Faður Sigur frá Hólabaki.
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418680
Samtals gestir: 38015
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 01:02:37
clockhere