Færslur: 2009 Júlí

03.07.2009 18:56

Dásamlegt tíðarfar, nema til heyskapar.


  Það er ljóst að þetta verður mikið sprettusumar hér á Nesinu og víðar og tíðin núna undanfarið er alveg meiriháttar. Endalausar blíður , hiti og hæfilegar úrkomur fyrir sprettuna. En þurrkurinn er stopull.
  Þeir sem eru slakir með þurrefnisprósentuna geta heyjað þegar gerir 1-2 þurra daga, en við hinir sem viljum  hafa heyið nokkuð þurrt, naga neglurnar þessa dagana meðan beðið er eftir stóra þurrkinum´. Og nú verður hann að fara að bresta á fljótlega ef ná á ásættanlegu kúaheyi.

 Við erum nú ekki eins snjallir og kollegar okkar í Evrópu sem eru með  þriggja til fjögurra vagna lestir í eftirdragi. Þessar rúllur eru 140 cm. í þvermál og rúllaðar með fastkjarnavél. Það er alveg fullt af FE í þeim . Við áætlum að um 50 % meira heymagn sé í þessum rúllum en  í hefðbundnum 120 cm. lauskjarnarúllum. Söluaðilinn sýnir okkur hinsvegar töflur sem gefa upp 75 % mun!



 Við höfum verið með Vicon samstæðu án hnífabúnaðar. Yrkjar ehf hafa átt og rekið hana  með rúllugjaldi til bændanna . 
 Hún var keypt sem fjölnotavél og ætluð í línræktina. Nú er línræktin fyrir bí og mikill áhugi   okkar kúabænda og hálmbænda á hnífabúnaði varð til þess að við skiptum vélinni út fyrir aðra eins ársgamla. Það minnkar afköstin aðeins því fluggírinn er ekki notaður lengur.
 Ef allir hnífarnir 23 eru notaðir eykst svo slæðingurinn nokkuð. Þeir munu væntanlega samt  verða notaðir í hálminn.

 Nú er svo verið að semja um að stóri þurrkurinn mæti uppúr helginn.emoticon 
 
 
Flettingar í dag: 299
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 417824
Samtals gestir: 37927
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 20:40:50
clockhere