Færslur: 2009 Júní

02.06.2009 21:05

Endalaus fjölbreytileiki í sveitinni.


   Það sem gerir sveitamanninum lífið þolanlegra, er endalaus fjölbreytileikinn í verkefnum daganna.

Nú er t.d. verið að brjóta nýtt land til ræktunar og einn dagurinn var tekinn í plægingu sem mér hefur alltaf þótt skemmtileg vinna.



 Hér er verið að vinna mýrlendi sem var tætt í haust og nú er verið að plægja það áður en ýtt er út ruðningum og lagað til. Þessi spilda verður notað í akuryrkjuna í nokkur ár og síðan lokað með grasfræi.


  Nú er verið að bera áburðinn á túnin sem  að sleppa verður seinni slættinum á. Þetta eru rollutúnin og tún hestamiðstöðvarinnar. Síðan verða nokkrar pælingar þegar kemur að slætti, með að láta þetta spretta hæfilega úr sér eftir því hvenær og hverjum er gefið.


  Í dag voru tittirnir reknir inn, því dýralæknirinn er væntanlegur til að fara höndum um þá, sem búið er að afskrifa í ræktuninni.

Hyrjar gamli sem hefur verið að aga þá í vetur, var gripinn í leiðinni þvi nú þarf að járna og hreyfa hann aðeins fyrir sleppitúrinn og sumarið.



 Fyrstu kindurnar fóru í fjallið í dag. Þetta var nýborið fé sem verið er að sleppa af húsi og tók ekki að setja niðurfyrir, því fljótlega verður farið að sleppa. Um tíunda júní verður væntanlega flestallt féð
komið uppfyrir og fjallið lítur vel út eins og reyndar allt annað hvað grassprettu snertir.

 Og komandi nótt verður  fyrsta nóttin í langan tíma sem ég get sofið án þess að kíkja í fjárhúsin.

 Spurning hvernig það gengur.

 Og vinir mínir í sjálfstæðisflokknum eru menn dagsins.

Þessir gallhörðu talsmenn verðtryggingarinnar afnámu hana í dag.

En bara fyrir sig???

Góðir.

 
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 278
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 413525
Samtals gestir: 37145
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 15:56:28
clockhere