Færslur: 2007 Desember

05.12.2007 23:11

  Nú er að komast mynd á heimasíðuna þó eftir sé að bæta  ýmsu við enn og færa eitt og annað í betra horf. Það er stefnt að því að koma hér inn með helstu fréttir og viðburði í búskapnum fyrir þá sem vilja fylgjast með bardúsinu hér í Dalsmynni

Féð var komið á hús og rúningi lokið í lok nóv. og lömb sprautuð við garnaveiki.
    Lokatölur úr lambaslátrun haustsins hljóða upp á 17.10 kg. meðalvigt sem er rúmu kg. minna en s.l. haust.Frjósemi var að vísu meiri í ár eða um 2 fædd lömb eftir vetrarfóðraða á.


  Lokið er við að samstilla fyrir sæðingu sem verður 14 des. Það er langt síðan hér hefur verið samstillt en nú er mjög stór árgangur að komast á aldur næsta haust ásamt því að þegar aldurinn færist yfir(eða þannig) minnkar áhuginn á því að lengja sauðburðinn um hálfan mánuð.



 
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418680
Samtals gestir: 38015
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 01:02:37
clockhere