17.04.2020 21:56

Sposk 9 mán.


    Stundum gengur allt upp í ræktuninni( mætti gerast oftar) og maður fyllist bjartsýni  á lífið og tilveruna.


  Hér fyrir neðan er myndband af 9 mánaða tík, Sposk frá Dalsmynni.

Hér er hún komin vel af stað í hliðarskipunum og að sækja og reka.

 Styttist í að ég fari að sýna henni ótamið fé,- en ekki strax  samt  því hún er svo ung.



Hún er úr sama goti og Smali sem ég sást byrja með  í þriðja bloggi hér neðar. Þetta er got undan Skessu (  undan Korku og Sweep.) og Tind frá Húsatóftum. 

   Ég byrjaði aðeins með Sposk í feb. Hún var fljótt tilbúin í námið ,  áhugasöm og bætir jafnt og þétt við áhugann.
  Skemmtilega meðfærileg , fljót að skilja um hvað málið snýst  og með eindæmum skilningsrík . 

   Hún er sérstaklega yfirveguð og róleg að eðlisfari sem hentar vel gamlingja sem blóðið rennur fremur hægt í emoticon

  Þó hún beri það ekki með sér er hún mjög ákveðin týpa. Mun í framtíðinni  ganga beint og yfirvegað að staðri kind og fara í hana til að koma henni af stað. 

Nákvæmlega eins og ég vil að að það sé gert.
 
 Þessi stresslausa ákveðni kemur úr báðum ættum.



  Nú fær hún gott sauðburðarfrí og svo verður staðan tekin í júní.

 En hér er myndbandið. Smella hér.

  8 mán.     myndband, Smella hér.

  4 mán.     myndband.  Smella hér.
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581523
Samtals gestir: 52773
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 01:30:56
clockhere