02.04.2020 21:17

Að frumtemja fjárhundsefnið.

   
  Einfalda aðferðin sem ég nota við frumtamninguna er sirka svona.

 Ein af ótal mörgum aðferðum.emoticon 

 Til þess að náist ásættanlegur árangur/tími við að temja hundinn  í kindavinnuna, þarf að koma sér upp eftirfarandi.

1. Lágmarksþekkingu á viðfangsefninu.

2. Aðstöðu fyrir kennsluna fyrstu tímana. Rétt/gerði  eða lítið fjárhólf helst            með  rúnnuðum hornum. ( Kindurnar geti ekki varið sig í hornum eða      einhverjum útskotum.)

3.   2 - 4 þjálar kindur sem fari undan hundinum átakalaust.

      Ef ekki eru slíkar kindur til á bænum er betra að venja þær með öðrum hundi sem ræður við það. Stundum þarf að hringja í vin til þess.

 Sumir hvolpanna ráða við að leysa þetta  en ég mæli ekki með því.

En prógrammið mitt er nokkurnveginn svona.

1. Fá hundinn til að hringfara kindurnar (í góðri vinnufjarlægð) og halda þeim að manni.

2. Kenna hundinum hliðarskipanirnar og stoppið. (Stoppskipunin mjög þýðingarmikil á sprækustu hundana)

3. Hundurinn komi með hópinn á eftir smalanum. Kenni þetta yfirleitt með hliðarskipunum.

4. Senda hann í úthlaup eftir kindunum.

    Hér fyrir neðan er slóð á hund sem er á þriðja degi í tamningu .(Nýkominn til mín). Hér er hann að fara í fyrsta sinn út úr gerðinu, tilbúinn í lið 2 og 3. Þarna er verið að segja honum hvað hann er að gera. Styttist í að honum verði sagt hvað hann eigi að gera.



 Ef einhverjir vilja spyrja um e.h. er hægt að adda mér á feisinu og senda einkaskilaboð eða spyrja hér.

 Slóðin á myndbandið.Smella hér.
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581523
Samtals gestir: 52773
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 01:30:56
clockhere