19.12.2016 20:00

Að meta fjárhunda og kaupendur...


   Í gegnum tíðina hafa orðið til hjá mér hundar sem ekki henta mér í ræktun eða vinnu. 
  Hafi þeir verið til einhvers nýtir hef ég komið þeim í hendurnar á einhverjum sem ég treysti fyrir þeim  og veit að geta notað þá. 

Enda oftast ágætir eða þannig .emoticon

  Verðið hefur þá verið fundið út eftir notagildi hundsins og greiðsluvilja kaupandans. 

   Það verður hinsvegar uppi gjörólík staða þegar farið er í að rækta, ala upp og temja hund með sölu í huga.  
  Þá verða hlutirnir að ganga upp til þess að maður nenni að standa í slíku.  

  Mín reynsla í ræktuninni er sú að þó paraðir séu saman góðir vinnuhundar sem ég gjörþekki  er hvolpahópurinn misjafn.

Engir tveir eins. 


 
 Gróf þumaputta regla er sú að  í t.d. 6 hvolpa goti eru 2 jafngóðir eða betri foreldrunum. 
Tveir eru  ágætir en 2 síðri.  
 Auðvitað  ekki  nákvæmlega svona enda passa einstaklingarnir alltaf misjafnlega saman í ræktun. 

En í þessa áttina.
 
Rétt er að taka skýrt fram að langflestir ræktendur sem ég spyr um útkomuna hjá, koma alveg af háfjöllum að heyra þetta.  Þeir eru ekki að lenda í þessu. 

 Sem er frábært fyrir þá og kaupendurnar.emoticon

 Sem segir mér bara að ég sé ekki mjög góður í þessu frekar en öðru.emoticon

  En aftur að verðlagningunni. 
  Ég met það alveg blákalt hvað hafa þarf útúr dæminu til að hægt sé að standa í þessu.    
  Hvolpsverðið er metið það sama hvort sem ég kaupi hvolp eða el hann upp.. Um 100.000 ( Allar tölur án vsk.)

 Myndi annars selja þá á það.

  Uppeldið og tíminn þar til hundurinn er seldur 15 - 20 mán.kostar mig a.m.k um  140.000 + í fóðri. 

Fjögurra mánaða tamning  kostar 200.000.  

 Sem sagt, svo ég sé ekki farinn að borga með sölunni verður 6 hvolpa hópurinn að jafna sig upp með 440.000 kr meðalverð.

Lágmark.  

 Sem þýðir það að svona samsettur hópur þarf að fara á 300-500.000 . 
 
 Og miðað við markaðinn eins og ég met hann í dag gerir hann það.

  Þetta er samt ekki svona einfalt því bestu/dýrustu hundarnir eru gjarnan öflugri og fyrirferðameiri  í tamningu og þurfa gjarnan lengri tíma. 
 Stundum væri betra ef ég gæti haft þá lengur , helst yfir haustvertíð til að slípa þá í vinnu. Ég held samt að markaðurinn þoli  ekki töluna sem þá sæist  á reikningnum.
  Það mun hinsvegar gerast  áður en langt um líður. A.m.k ef miðað er við hvað þessi mál hafa þó þróast hratt síðustu árin.


                  Og sumir verða aldrei metnir til fjár emoticon

 Þetta upphugsaða dæmi hér að ofan sýnir útkomu sem stendur algjörlega í járnum . 
 Dæmi sem getur gengið meðan verið er að þróa hlutina en ekki til langframa.
Og talandi um markaðinn, er orðinn til hópur sem skilur um hvað málið snýst og er tilbúinn að borga talsvert fyrir rétta hundinn. 

  Þeir sem eru fastir í 250 - 300.000 kallinum( mjög stór hópur enn ) kaupa væntanlegu gölluðu eða getuminni hundana eða  verða sér útum hvolpa til að ala upp og temja, rétt eins og  bændurnir hafa verið að gera síðustu aldirnar.

 Já og þessar vangaveltur eiga að sjálfsögðu einungis við undirritaðan og hvernig hann metur stöðuna.

Og já ,- þetta er nú annars allt að koma emoticon.

Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403507
Samtals gestir: 36651
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:54:06
clockhere