18.10.2015 21:11

Tamningar á fullu .

 Nú er maður kominn á kaf í tamningarnar .

 Það er til marks um pressuna  að það var farið með hunda í kindur  8  sinnum einn  daginn  í grenjandi rigningu. emoticon



 Ronja 15 mán. Slóð á myndband .

  Nú er verið að rembast við að klára 3 ( seldir með 1 mán. tamningu) úr gotinu undan Ronju og Tinna frá Brautartungu.

 Það er að koma býsna vel út.

 Annar þeirra sem ég hélt sjálfur eftir er seldur, kominn vel af stað, en hinn fer trúlega  mikið taminn næsta sumar. 


Sá sjötti bíður eftir að komast í námið

  Pressan á mér er vegna þess að það er ómetanlegt að hafa aðgang að ferskum kindum með þá sem er komnir jafnlangt í tamningunni og  þau sem ég er að vinna í akkúrat núna. 

  Ferskum kindum sem hægt er að ganga að við mismunandi aðstæður og misstórum hópum á túnunum. Ómetanlegt  þegar verið er að kenna og þjálfa úthlaup og allskonar  sem upp kemur við þessar aðstæður.

 Þetta er semsagt kapphlaup við veturinn og hvenær féð verður tekið á hús og rúið.

 Þessir 3 áttu að fá mánaðartamningu til að byrja með og verða komnir mjög vel af stað eftir hana.

 Eiga að verða nothæfir í smalið eftir að búið verður að kenna eigendunum á þá. 

 En það er samt mikið sem þeir geta lært í viðbót og það að slípast í vinnu og verða eitt með eigandanum í smalamennskunni er nú nokkurra ára ferli . emoticon

 Hér er myndband sem sýnir t,d, hvernig skipun sem er fljótkennd á síðari tamningastigum nýtist í smalinu.

Skipun sem ég þarf ótrúlega oft að nota.

( smella á myndina)

Horfa á myndband



 

 
Flettingar í dag: 1387
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 2486
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 448688
Samtals gestir: 41418
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 16:28:24
clockhere