24.09.2015 08:37

Alveg fáránlegt verð á hundkvikindi ;)

 Þetta er bara rugl ! 500.000,  hver heldurðu að kaupi hundkvikindi á það  ? spurði viðmælandinn, - og meinti það held ég :

Hann hafði hringt í mig til að velta vöngum yfir hvolpum annarsvegar og frumtömdum eða mikið tömdum hundum hinsvegar.

 Ég velti staðhæfingunni aðeins fyrir mér og ákvað svo að taka þennan náunga og valta rækilega yfir hann emoticon .

 Hvað hefur þú keypt marga hvolpa síðustu tíu árin spurði ég ?

Það kom verulegt hik á viðmælandann, svo sagði hann gætilega, aa svona 4 - 5 held ég.

 Ok  sagði ég, (og hugsaði með mér að þeir hefðu örugglega verið fleiri) og hvað varstu að borga fyrir þá ?

 Svona 30 - 50. 000  kall.

Já, og gefurðu þeim þurrfóður spurði ég ?

 Já , sagði náunginn og var trúlega að velta fyrir sér hvað djöf. þvælu hann væri kominn í  emoticon .

 Ok sagði ég og hefur enginn hvolpanna  orðið nothæfur .

Neei svaraði náunginn dræmt, ekki almennilega .

Ég ákvað að velta því ekkert upp hverju það væri að kenna, enda kom það málinu ekki beint við.


 Já sagði ég, þú  ert þá að eyða um 120 -140. 000 kalli á ári í fóður.

 Það þýðir að þegar þú afskrifar hvolpinn um tveggja ára aldur eins og þú virðist hafa verið að gera , ert þú kominn með útlagðan kostnað uppá um 300. 000 ,- og stendur í sömu sporum og tveim árum áður . Búinn að vera hundlaus þennan tíma og verður það næstu tvö árin þangað til þú afskrifar næsta hvolp.

 Náunginn svaraði þessari ádrepu ekki.

En ég var bara rétt að byrja.

 Ef þú hefðir keypt þér góðan taminn 2 ára hund, engan 10 stjörnu en kannski ágætan vinnuhund á 400. 000 fyrir tveim árum, hefðirðu fengið hann tilbúinn í vinnuna.

 Hann hefði þá átt að eiga  6 - 8 góð ár eftir og þú hefðir losnað við fullt af vandamálum og leiðindum.

Þyrftir bara að fara að huga að endurnýjun við 8 -9 ára aldurinn.

  Þetta er nú ekki svona einfalt, maldaði náunginn í móinn. 

Hann rökstuddi þá staðhæfingu sína samt ekkert frekar .

 Ég ákvað að sauma ekki frekar að honum, óskaði honum góðs gengis við að að koma sér upp góðum fjárhundi  og kvaddi.

Hinn ánægðasti með símtalið emoticon .




Flettingar í dag: 390
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 2103
Gestir í gær: 503
Samtals flettingar: 417509
Samtals gestir: 37878
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 22:31:32
clockhere