18.03.2015 20:59

Að moka skít.

 Það stefndi í óefni vegna veðurfars, í fjárhúsi Dalsmynnisbænda. 


Þar er féð á taði. (  Eða hálmtaði eftir þurrefni heysins) . 

 Gert er ráð fyrir að moka undan fénu eða útúr húsinu tvisvar á ári. 
Að hausti og um miðjan vetur. 


   Aldrei áður hefur taðið verið komið vel uppá plattann undir gjafagrindinni.

 Saga taðfjárhússins er ekki löng og hefur tíðarfar ekki verið til vandræða fyrr en nú, við verkið.
 Féð verður að vera utandyra á meðan mokað er og svei mér þá, hefur það bara ekki verið í boði fyrr en í gær síðustu 6 vikurnar emoticon



Sólin skein á nýrúið féð og bændurnir blessuðu góða veðrið aðra stundina en bölvuðu því hinsvegar að þurfa að eyða deginum í skítmokstur þegar gaf svona vel til fjallferða.


 
  Scheffer Hestamiðstöðvarinnar er kattliðugur að smokra sér um húsið.

 En svipað  lögmál gildir um veðurkröfur vegna snjósleðaferða til fjalla og skítmokstur.



 Já. Taðinu mokað á vagn og keyrt í haug, þar sem það fær að brjóta sig þar til það endar í flagi eða á túni. Nú eða sem hóll í landslaginu. emoticon

 Fjórir tímar að keyra út undan þessum 160 kindum. Fínt mál.




 
Og þó hálmurinn sé ígildi gulls þetta árið var samt splæst í smá dekur í tilefni dagsins.

 Svo er bara að biðja um góðan dag eftir miðjan október til að taka næstu mokstrartörn.

 Já , bara svona einn góðan dag , - allavega emoticon .

Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2103
Gestir í gær: 503
Samtals flettingar: 417480
Samtals gestir: 37870
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 16:09:28
clockhere