19.02.2015 21:18

Jólapakkar og aðrir pakkar.

 Það er enn meira spennandi en að opna jólapakkana, að vera viðstaddur þegar fóstrin eru talin af mikilli nákvæmni í kindahjörðinni.

  Sérstaklega þegar útkoman stenst væntingar.  

  Nú er talningu lokið og það voru veturgömlu kindurnar eða tvævetlurnar sem voru undir væntingum með frjósemina. 


 15 nóv. var fullorðna féð tekið inn og rúið.

 Þær eru alltaf lotteríið í hjörðinni ásamt því hversu margir gemlingar eru með tveimur. En frjósemin hjá þeim hefur verið langt utan vinsældarmarka árum saman. Tvílembuhlutfallið meira að segja verið í stöðugri aukningu milli ára. 



 
 Já, niðurstaðan var semsagt sú að það eru 194 lömb á hverjar hundrað af því fullorðna. Tvær tómar ,14 einlembur og tíu þrílembdar. Af einlembunum voru 9 veturgamlar sem er verulega í slakari kantinum. 


  Næstum malandi af ánægju á taðinu emoticon

 Tvævetlurnar eru mun viðkvæmari fyrir haustfóðruninni en þær fullorðnu 
trúle ga vegna þess að þær eru undantekningarlaust að skila miklum afurðum gemlingssárið. 18 kg + meðalvigt algeng og þeim fer síðan alltaf fjölgandi sem ekki tekst að venja undan annan tvílembinginn.



    Gemlingarnir  gúffa  í sig bygginu því nú þarf að ná upp þroskanum fyrir vorið.

  Útkoman á gemlingunum var hinsvegar afbragðsgóð. Að vísu voru 4 tómir sem er 4 of mikið, en það sem kætti mig verulega var að einungis tveir þeirra voru tvílembdir

Algjörlega frábært.emoticon
Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 418969
Samtals gestir: 38073
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 02:33:05
clockhere