10.02.2015 19:57

Já ..Verðið á tömdum hundi ??

 Þú ert að selja tamda fjárhunda sagði maðurinn í símanum. 

Ég velti því fyrir mér hvort þetta væri spurning eða staðhæfing.

 Það kemur aðeins fyrir, svaraði ég svo.

 Áttu eitthvað til sölu núna spurði hann þá ? 

Nei, sagði ég.

  Maðurinn hikaði aðeins og spurði svo hvaða verð væri á tömdum hundi. Nú var samtalið farið að ganga smurt og ég sagðist ekki minnast þess að hafa nokkurntímann selt tvo hunda á sama verði. 

Verðin væru jafn misjöfn og hundarnir.

  Núú sagði maðurinn , hvaða verð eru þá helst í gangi hjá þér.

  Ég játaði það að stundum losaði ég mig við hund sem ég hefði kannski lagt talsverða vinnu í á sæmilegu hvolpaverði vegna þess að hann myndi aldrei virka almennilega. 

 Já, gæfi þá meira að segja stundum.

Þeir bestu færu á, ja allavega  400 +. 

 Svo væri allt þar á milli.

 Spurningarnar voru ekkert á þrotum hjá viðmælandanum og nú vildi hann vita hvað dýrustu hundarnir hefðu framyfir hina. 

 Jaaaaa, þeir væru  auðvitað mikið tamdir, alhliða öflugir vinnuhundar. Hlýddu þessum helstu skipunum. 
 100 % öruggir í að fara fyrir og halda saman hóp og koma með hann. Hefðu mikinn vinnuáhuga og úthald. Væru auðvitað gallalausir í daglegri umgengni. 

 Svo skipti aldurinn talsverðu máli. 

 Já, og hvað vantar helst í þessa ódýrari spurði náunginn þá og var orðinn mjög alúðlegur í röddinni.

 Eg var hinsvegar ekki  mjög  alúðlegur lengur og sagði að í þessa ódýrari vantaði eitthvað af kostum dýra hundsins , mismikið, þó það mætti hafa gagn af þeim.
 Þeir væru minna tamdir og oft væru svo einhverjir gallar í farteskinu annaðhvort í umgengninni eða vinnunni sem ekki löguðust í tamningu.

  Er þetta þá ekki endalaust prútt var þá spurt. 

  Nei , það væri aldrei prúttað. ( Umhugsunarvert en þannig er það ).  
  
  Kaupandinn fengi ákveðinn aðlögunartíma  og síðan væri málinu lokið. Annaðhvort með kaupum, eða ég tæki hundinn  til baka.  Eftir að hafa dælt í mig þó nokkrum spurningum í viðbót kvaddi maðurinn. 

Ég er hinsvegar enn að velta fyrir mér hvað lá á bak við yfirheyrsluna. 

Allavega var örugglega ekki um væntanlegan kaupanda að tömdum hundi að ræða emoticon

 En þekkingin drepur engan emoticon .


 


Flettingar í dag: 425
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422821
Samtals gestir: 38528
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 06:15:42
clockhere