04.02.2015 20:43

Að lesa hundinn.

   10 mánaða hvolpurinn var greinilega kominn með fínan áhuga. 

Hann hafði komið til mín í tamningu daginn áður og nú var verið að meta stöðuna á honum og ákveða framhaldið. 

Tamningin felst í stuttu máli í því að kenna nemandanum að nýta meðfædda innræktaða hæfileika sína í þágu smalans.  Bregðast fljótt og örugglega við skipunum og vinna með sem skilvirkustum hætti að kindunum.

  Þessi hvolpur yrði nokkuð þægilegur nemandi.

  Hann hringfór kindurnar og hélt þeim síðan að mér, ekki mjög hraður en í góðu lagi. Öðruhvoru gaf hann í , stökk í hópinn og glefsaði en hékk samt ekki í þeim . Hann vann fullnærri en það yrði ekki vandamál. 

 Gömul mynd af hvolpi í fyrsta sinn í kindum.

 Ég er alltaf undir þeirri pressu að skila árangri í tamningu og  reyni í upphafi að meta hvaða aðferðir  ég tel best henta hverjum hundi.
 
  Þær eru misjafnar eins og hundarnir. Hefði þessi hundur t.d. sótt í hópinn og viljað reka hann frá mér eða bara djöflast í honum hefði ég séð fram á erfiða tíma með litlum árangri til að sýna eigandanum. 

 Mikil vinna í að kenna honum réttu vinnubrögðin áður en kæmi að því að leiða hann í gegnum vinnuskipanirnar. Reyndar óvíst að það tækist almennilega, eða borgaði sig. 

  Þarna gæti ég hinsvegar strax farið að komast í vinnuskipanaferlið fyrirhafnalaust og  að nokkrum dögum liðnum myndi hvolpurinn vera farinn að átta sig á því að ég væri eitthvað að segja honum, og í framhaldinu læra að bregðast við því. 

 Þegar maður veit svo hvernig hvolpurinn bregst við hreyfingum kindanna er auðvelt að stjórna því með þeim, hvað hann gerir og segja svo skipanirnar á réttum tíma.

             Hægri skipun æfð
  
  Kindurnar til hægri , hvolpurinn hinumegin til vinstri fyrir þær.  Kindurnar til vinstri, hvolpur til hægri o.sv.frv. Þegar smali og kindur stoppa , stoppar hvolpurinn líka og stoppskipun er gefin. 

 Eins og hjá mannskepnunni þarf námið að vera skemmtilegt og skammir og hávaði eru  ekki inni lengur, ef hlutirnir eiga að ganga hratt og örugglega.
Flettingar í dag: 746
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423142
Samtals gestir: 38529
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 09:07:08
clockhere