18.01.2015 22:09

" Óhefðbundinn " sunnudagur í sveitinni.

 Þetta hefði einhverntímann verið óhefðbundinn dagur í  sveitinni. 

  Hófst að vísu á hefðbundinn hátt með fjósi og fjárhúsi en svo yfirtók hundastúss daginn.

  Fyrst var afhent tík sem hafði verið í viku þjálfun.  

  Farið var rækilega yfir hvað verið var að vinna í og hvernig ætti að standa að framhaldinu.
  Eigandinn kvaddi fullur bjartsýni ( vonandi emoticon ), með það veganesti að hann gæti komið í tilsögn ef hlutirnir gengju ekki upp á einhverju stigi málsins. 

 
  Brúnó hélt í norður/vesturátt en samt ekki alveg norðurfyrir hníf og gaffal  emoticon

Það voru svo afhentir tveir hvolpar til nýrra eigenda. Þetta voru gamalreyndir uppalendur svo ekki þurfti að fara rækilega yfir hvað mætti og mætti ekki næstu 5 - 6 mánuðina en þá mæta þeir ( þ.e.hvolparnir )í verklegt nám hjá ræktandanum.


 Jesús Pétur fór hinsvegar í vesturátt á handvalinn stað. Trúlega kominn með annað nafn nú þegar. emoticon

Gangi námið upp fá eigendurnir reyndar rækilega yfirhalningu í notkun á fídusunum sem verða komnir inn í kollinn á hundunum.

  Markmiðið hjá bæði ræktandanum og kaupendunum er að málinu ljúki með því að kaupendurnir verði komnir með góðan fjárhund í hendurnar áður en lýkur.

   Ef þessir hvolpar duga ekki til þess, verða þeir teknir til baka og reynt á nýjan leik. 

 Það var svo tekinn inn átta mán. tík í tamningu. Hún kom langt að og ekki þorandi annað en tékka á hvort hún væri tamningartæk áður en eigandinn færi.

  Hún fékk grænt ljós á námsdvöl og svo er bara að sjá hvernig spilast úr henni.

 Ef heldur sem horfir gæti svona dögum fjölgað verulega næstu árin. 


 Máni stökk hæð sína í loft upp þegar hann fékk það staðfest að hér myndi hann dvelja a.m.k. fram yfir skólaútskrift.

En snjósleðinn safnaði ryki þennan daginn. emoticon
Flettingar í dag: 435
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422831
Samtals gestir: 38528
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 06:37:24
clockhere