22.11.2013 08:04

Fjölbreytileiki og flóknar spurningar.


 Veðurguðirnir kappkosta að sýna okkur allar útgáfur skammdegisveðranna af mikilli rausn nú um stundir.

 Maður Þrammar til gegninga í sjókomu og röltir til baka í hellirigningu, eða öfugt.

Og lognið sveiflast fram og til baka á öllum skölum metrakerfisins sem aldrei fyrr.

Dalsmynnisbændur hafa staðið á útkikkinu til að reyna að stilla saman Þurrum kindum og uppteknum rúningsmanni, til að ná hreinni ull af Því fé enn er óhýst.

 Þetta náðist svo að lokum, Þurrt fé inn og rúningsmaður daginn eftir.



 Svo Þessar fengu fyrstu rúllu vetrarins í gærkveldi.

Það verður síðan svindlað aðeins á loftræstingunni til að halda hitastiginu notalegu fyrir Þær fyrstu dagana.

 Það er búið að tæma haughúskjallarana hæfilega til að rúma mykju vetrarins og allt að komast í fastar skorður eftir haustamstrið.

      Hundatamningar liggja að mestu niðri framyfir áramót en munu komast á fulla ferð í áliðnum jan.



Þessar blómarósir og vinkonur,Ronja frá Dalsmynni og Frökk frá Eyvindarmúla bíða Þess með óÞreyju að hefja námið. Það verður svo spurning hvernig gengur að koma Þeim að fyrir  "aðkomunemendum" .

 Enn meiri spurning hvort Þær nái í gegnum nálaraugað inn í ræktunardeildina.

Alltaf jafn spennandi Þessar ósvöruðu spurningar í ræktunarbrasinu.

En svörin stundum lítið spennandi.emoticon
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403257
Samtals gestir: 36640
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 02:53:12
clockhere