16.08.2013 23:11

Framboð, klúður og eftirspurn.

         Ég horfði íhugull á hópinn fyrir framan mig og velti fyrir mér hvernig ætti að tækla næstu 20 mínúturnar.

  Þetta var blandaður hópur íslendinga og ég vissi að hann samanstóð m.a. af fjárbændum og hestamönnum.
 Margir Þeirra væru eflaust Border Collie eigendur og í slíkum tilvikum leyndist alltaf ótti í mér um að kannski væru Þarna eigendur miklu betri hunda, en ég ætlaði að sýna Þeim.

 Í slíkum tilvikum sleppti ég oftast einhverri brautarsýningu en fór frekar yfir, eftir hverju ég væri að leita í ræktuninni og sýndi síðan Þær áherslur i sýningunni.

 Og Þetta var skjóttekin niðurstaða íhugunarinnar.  

 Síðan var farið yfir ræktunasöguna sem var nú ekki nema 10 - 12 ára. Hvernig hún hefði gengið upp og niður Þennan tíma , oftast niður.
 Það var farið yfir hvernig draumahundurinn í vinnuna ætti að vera. Mikill vinnuáhugi, hlýðni, gott vinnulag, mjög ákveðinn, yfirvegaður og með mikla útgeislun/öryggi .

 Ég var svo heppinn að geta sýnt svona hund og fór yfir Það í sýningunni hvers vegna Þessir eiginleikar væru svo mikilvægir til að kindavinnan gengi sem átakaminnst fyrir sig.

 Svo var opnað á spurningarnar og spjallið.

 Eftir að Þessum hefðbundnu spurningum  og svörum var lokið, kom spurning um Það hvort " hreinræktaður"  BC væri ekki einfaldlega með alla Þessa eiginleika.

Þetta fannst mér bæði góð og vond spurning og viðurkenndi með semingi  að"breiddin" í ræktuninni væri " óÞarflega"   mikil. Það ætti við um allan pakkann. Liti, byggingu háralag og allan genapakkann  fyrir umgengnina og vinnuna.

 Konan sem stóð fyrir spurningunni vildi fá nánari útskýringu á Þessu stefnuleysi BC eigenda í ræktunarmálum. Þó Það kæmi málinu ekkert við sló ég Því  föstu að hér færi heitttrúaður félagi í hundaræktunarfélagi íslands. 

 Þó ég væri nú töluvert mikið sammála konunni um óÞægilega mikið frjálslyndi  í ræktunarstefnu fjömargra BC eigenda, dugði ekki annað en bregðast til varnar og reyna að réttlæta stöðuna.
  Ég benti á að væntingar manna til fjárhunda væru ákaflega mismunandi.

Sumir gerðu kröfur um að hundarnir gerðu allt í smöluninni nema opna og loka hliðum meðan Þeir kröfuminnstu væru alsælir, ef Þeir næðu hundunum til að loka Þá inni áður en smölun hæfist. 
 Aðrir horfðu á  byggingarlag, stærð, hárafar o.sv,frv. áður en hugsanlegir smalahæfileikar væru metnir.
   .
  Málið væri kannski  einfaldlega Það, að jafn fjölbreytilegur hópur og BC eigendur Þyrftu á mjög fjölbreyttri ræktun að halda.
  Enda  hefði ég oft hitt hundeigendur sem voru mjög ánægðir með smalahundana sína og lýst kostum Þeirra af mikilli sannfæringu. Hunda sem ég hefði ekki einu sinni gefið neinum sem mér væri illa við.
 Þannig að  menn virtust vera að rækta eitthvað sem stöðug eftirspurn væri eftir.
 
Ég sleppti Því hinsvegar að minnast á, að Þrátt fyrir Þetta fjölbreytta framboð af "allskonar " B C hundum  Þá væri ég alltaf að rekast á fólk í endalausri leit að rétta hundinum.

 Þetta var fyrir tveim árum og ég er náttúrulega ekki enn farinn að skilja hversvegna fólk er svona lengi að velja sér og versla  rétta hundinn.

Já, hvort ætli Það sé nú eftirspurnin sem mótar ræktunarfjölbreytnina eða fjölbreytnin  sem býr til eftirspurnina ? 

Eða er Það bara fólkið sem er að klúðra ræktuninni í uppeldinu. ??
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414707
Samtals gestir: 37290
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:46:41
clockhere