08.08.2013 23:10

Ættartölur og eftirátryggingar.

 Mér fannst eins og konan í símanum yrði ögn varfærin í málrómnum Þegar hún spurði hvort ég ætti nokkuð hvolpa til sölu.

 Þegar Því var neitað spurði hún ekki hvort von væri á goti fljótlega eins og gerist oft, heldur tjáði hún mér að hún væri nú að leita sér að hvolpi.
 
Það kom mér nú ekki á óvart Þar sem ég beið eftir næsta stigi samtalsins, orðinn nokkuð var um mig.

 Kannastu nokkuð við hvernig hundar eru á  XX  spurði konan og bætti við að Þar væru hvolpar til sölu.

 Ég gaf lítið út á Það, allavega ekki til að geta lagt dóm á Það sisona hvernig Þeir myndu standa sig í ræktuninni.

 Konan fór Þá að upplýsa mig um ýmis góð nöfn í ættarskrá hvolpanna sem ég vissi nú reyndar áður. 
  Ég sem var búinn að ákveða að hræra aðeins upp í vesalings konunni, sagðist nú lítið gefa fyrir einhver nöfn í ættartölu.

 Aðalmálið hjá mér nú væri að hvolpurinn virkaði almennilega Þegar ég byrjaði að vinna með hann en Þá væri Það nú allavegana hvernig fínu nöfnin í ættinni skiluðu sér.

 En Það er líka íslandsmeistari fjárhundakeppni annaðhvort afi eða amma hvolpanna sagði konan og var greinlega komin í mikla vörn fyrir hvolpana á XX.

 Já íslandsmeistari og ekki íslandsmeistari sagði ég og gerði mig mjög trúverðugan í röddinni.

 Þar skiptir nú öllu máli hvort hundar verða íslandsmeistarar með kannski innan við 50 stig af hundrað mögulegum eða 90 + .

  Nú var greinilega komið í talsvert óefni hjá konunni og úr vöndu að ráða, enda spurði hún mig hvort ég vissi einhversstaðar af velættuðum hvolpum til sölu.

 Ég taldi rétt að sleppa fyrirlestrinum mínum um að ég væri löngu hættur að benda saklausu fólki á got sem ég vissi ekkert  um hvernig myndu skila sér í vinnunni.

 Enda hefði Það kostað mig Þó nokkra vini.

 Trúr Þeirri sannfæringu minni sleppti ég Því líka að telja upp Þessi 3 got sem ég vissi um.

 Nei, ég vissi Því miður ekki um neitt got sem væri í öruggum gæðaflokk.

 Ef samviskan væri svo ekki löngu hætt að plaga mig hefði ég nú verið dálítið órór eftir samtalið.

Og konan hefði nú trúlega getað farið ágætlega útúr Því, ef hún hefði tekið sjénsinn á að spyrja hvort ég ætti von á goti fljótlega. 

En maður tryggir ekki eftirá.emoticon 
   
Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 417668
Samtals gestir: 37910
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 06:13:04
clockhere