02.07.2013 23:05

Já, já, - allt að gerast.


 Það er nú ekkert forgangsmál að koma kúnum út en Því var samt hespað af fyrir nokkru.



  Það kætir Þær samt alltaf, en eftir að lausagangan komst á eru Þær fljótar að róast niður.



 Sumar Þurfa Þó að gera upp veturinn og klára Það oftast á fyrsta degi.



Það fór svo skemmtilega saman að gerði loksins Þurrk og allt var orðið vaðandi í grasi.
 Nú Þarf bara tvo næstu daga Þurra  og Þá verða vonandi heyskaparmálin í góðu horfi hér.



 Þessi  græni öldungur stendur enn fyllilega fyrir sínu Þó stundum vanti svona 30 hestafla viðbót undir húddið á honum í einstaka verkefni. Við höfum báðir fengið að snúast hraustlega síðustu sólarhringana.



 Valtrinn gengur náttúrulega bara og gengur en Viconinn getur verið hrekkjóttari enda er verið að safna fyrir alvöru merki ,sem stokkið verður á um leið og Þar á bæ verður farið að framleiða fastkjarnavélar.

 

 Búið að rúlla tvo hringi um kaffileyti í gær og allt laust síðan komið í plast fyrir miðnætti.

 Svo voru slegnir um 18 ha. í gærkvöld og morgun.

 Nú er bara að treysta Því að veðurfræðingarnir séu ekki alveg að spá rétt næstu tvo dagana. 
Flettingar í dag: 435
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422831
Samtals gestir: 38528
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 06:37:24
clockhere