20.04.2013 21:20

Kapphlaup, hönnun og andlegir erfiðleikar.

  
  Það fylgir búhokrinu að sífellt er verið í kapphlaupi við tímann og árstíðirnar.

Mörgum reynist betra að koma skítnum á túnin fyrir sláttinn og heyja svo áður en vetrar,  og svona mætti lengi telja. Þegar slæmt tíðarfar kemur til viðbótar seinfærum bændum í kapphlaupinu fer svo allt í klessu.
 Nú lítur út fyrir að vorverkunum seinki aðeins vegna vöntunar á vorblíðu ,en sumt verður ekki stoppað hvorki með góðu eða illu.

 Svo  maður er kominn í endurhæfingu með hamarinn og sögina og að sjálfsögðu í kapphlaupi við tímann, Því sauðburðurinn er farinn að tikka óÞyrmilega hinumegin við hornið.



 Hundatamningum var snarhætt, hreinsað útúr " tamningarhöllinni " og farið á fullt í að hanna og koma upp sauðburðaraðstöðu.

 

Þar verður stefnt á að setja upp um 20 einstaklingstíur og síðan hópstíur ásamt fóðrunaraðstöðu, Þannig að puðið verði lágmarkað í törninni miklu.

 Það er svo grundvallaratrið í málinu að uppsetningin verði einföld og látlaus og lítið mál verði í framtíðinni að taka Þetta niður og setja upp, ef svo skyldi fara að sauðburður skyldi bresta á að ári. 
Og fyrirferðin á draslinu verði sem allra minnst á geymslutímanum.

Hönnunin er svo eins og fyrri daginn öll á harða diskinum svo drjúgur hluti af deginum fer náttúrulega í að hugsa.

Og Því er nú fjandans verr að sumir eiga erfiðara með Það en aðrir.
Flettingar í dag: 194
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418041
Samtals gestir: 37957
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 12:49:44
clockhere