13.04.2013 08:51
Fótsnyrtir, harðindi og húllumhæ.
Ekki er hægt að halda öðru fram en veturinn hafi farið mildum höndum um okkur sem Þreyjum Þorrann og Góuna á sunnanverðu Nesinu.
En Þessa dagana eru samt helv. harðindi , alhvítt , kalt og skafrenningsÞvælingur annað slagið.
Sem betur fer var aðalútfallinu lokið í hundatamningum og snjórinn heldur frostinu frá frekari niðurgöngu í akurlendið.
Og kuldinn!! Jaaa Það hlýtur að fara að hlýna fljótlega.

Fótsnyrtirinn var svo á ferðinni á miðvikudaginn með tilheyrandi skelfingum fyrir værukæra bændurna og vesalings kýrnar. Klaufskurðardótið er að svínvirka, fljótlegt að henda Því upp og fjarlægja á eftir.

Í fyrstu skiptin urðu ansi marga haltar eftir klaufskurðinn, árleg meðhöndlun breytti Þvi en samt urðu tvær haltar í Þetta sinn sem er tveimur of mikið.

Það var byrjað á Þessu eftir morgunmjaltir og tímaáætlunin stóðst nánast uppá mín. hjá mér. Síðasta kýrin í gegn rétt fyrir kl.11.

Snjósleðinn fékk svo loksins að snúast smá, sem var orðið mjög brýnt bæði mín vegna og hans.
Og kannski er ekki séð fyrir endann á Því ef helgin nýtist rétt.


Já, og kannski tæpir tveir annasamir mánuðir í Þetta húllumhæ .
En Þessa dagana eru samt helv. harðindi , alhvítt , kalt og skafrenningsÞvælingur annað slagið.
Sem betur fer var aðalútfallinu lokið í hundatamningum og snjórinn heldur frostinu frá frekari niðurgöngu í akurlendið.
Og kuldinn!! Jaaa Það hlýtur að fara að hlýna fljótlega.

Fótsnyrtirinn var svo á ferðinni á miðvikudaginn með tilheyrandi skelfingum fyrir værukæra bændurna og vesalings kýrnar. Klaufskurðardótið er að svínvirka, fljótlegt að henda Því upp og fjarlægja á eftir.

Í fyrstu skiptin urðu ansi marga haltar eftir klaufskurðinn, árleg meðhöndlun breytti Þvi en samt urðu tvær haltar í Þetta sinn sem er tveimur of mikið.

Það var byrjað á Þessu eftir morgunmjaltir og tímaáætlunin stóðst nánast uppá mín. hjá mér. Síðasta kýrin í gegn rétt fyrir kl.11.

Snjósleðinn fékk svo loksins að snúast smá, sem var orðið mjög brýnt bæði mín vegna og hans.
Og kannski er ekki séð fyrir endann á Því ef helgin nýtist rétt.


Já, og kannski tæpir tveir annasamir mánuðir í Þetta húllumhæ .
Skrifað af svanur