13.11.2012 21:39

Blogg fyrir tengdamömmu.


 Ég ber að sjálfsögðu óttablandna virðingu fyrir ástkærri tengdamóður minni.

Þegar hún hefur í tvígang gert grafalvarlegar athugasemdir við bloggletina undanfarið eru ekki margir kostir í stöðunni.

 Nú er góða tíðin sem ég lofaði í hástert fyrir nokkru komin í frí og hvert lægðaróbermið á fætur öðru, hellist yfir með ofurháum metratölum á helv. rokinu.

 
 Það var 8. ág. sem sperrurnar á fjárhúsbyggingunni voru festar í annan endann og síðan hefur byggingin þokast áfram mishratt og örugglega.

 Þar sem peningarnir kláruðust  hinsvegar hratt og örugglega var vinnuframlag bændanna aukið jafnt og þétt og stóran hluta haustsins höfum við dundað í þessu að talsverðu leyti einir og óháðir.


 Sheffer Hestamiðstöðvarinnar er alltaf mikill auðfúsugestur hér og spara okkur mikinn tíma þessa dagana.


 Nú eru menn hinsvegar orðnir nokkuð stórstígir enda orðnir langþreyttir á þessu puði.
Hér er tengdasonurinn að skella upp ljósunum með miklum látum en þau fóru upp í gær.

 Það var svona ágætis jólatilfinning þegar kveikt var á þeim í fyrsta sinn.



 Atli Sveinn íhugull að stilla bitann hárrétt af.

Í dag var burðarbitinn fyrir rúlluhlaupaköttinn soðinn saman og snarað upp á sinn stað.

 Það var spiltækjadót búsins sem sáu um átökin  við það.



 Annarsvegar þessi fjórhjólagræja hér sem var þyngd aðeins til öryggis.





 Og hinsvegar þessi fjórhjólagræja hér.

 Það er reiknað með að lokahönd verði lögð á seinni gjafagrindina á morgun ef það verður vinnufriður fyrir óskyldum og óæðri  verkefnum.

 Svo er bara að krossleggja fingurna og vonast til að kraftaverk gerist,  rúningsmenn detti t.d. niður úr skýjunum í framhaldinu, svo hægt verði að kippa fullorðna fénu inn.
Flettingar í dag: 2599
Gestir í dag: 273
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430578
Samtals gestir: 39788
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 22:39:30
clockhere