29.10.2012 20:40

Fénaður og framkvæmdir.

  Nú sækir veturinn að, bæði af dagatali og úr veðurstofunni og ekki lengur vikist undan því að taka inn lömb og veturgamalt.

 Ég kláraði þó fyrst að spúla sláttuvélarnar því það þarf að koma þeim í hús líka,  þó seint sé.



 Korka og Dáð urðu allshuga fegnar að fá að spreyta sig, því vegna annríkis hef ég lágmarkað allt smala og fjallastúss þetta haustið.



  Þær fengu því að vinna þetta og það var gert eins mikið úr þessu fyrir þær og mögulegt var.


 
Síðustu vikurnar er ég  að mestu leiti einn að dunda mér í fráganginum innanhúss og þetta gengur því nokkuð hægt og örugglega, allavega ef mælt er í hænufetum.
 
 Það sem að veldur þó mestu ólgunni á magasýrunum er að keyrsluhurðin er ekki tilbúin til afhendingar fyrr en eftir rúma viku.



 Og yngri bóndinn er að leggja lokahönd á járnverkið í geldneytastíurnar fyrir galvanhúðun.



 Ef allt gengur upp kemst þetta norður á Akureyri á morgun og rétt að gefa ekki upp áætlaða tímasetningu á því að steypa þetta niður.



 Já sumarið er búið og ljóst að framkvæmdirnar munu lifa eitthvað inn í veturinn.
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403249
Samtals gestir: 36640
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 02:11:24
clockhere