18.09.2012 21:17

Hvíta gullinu komið í hús.

Nú var komið að Dalsmynningum að fá þreskidótið í akrana svo hamarinn og hallamálið voru sett til hlés og byggræktinni helgaður dagurinn að mestu.



 Hér er það Kunnari akurinn sem er tekinn til bæna, stönglarnir grænir enn og þurrefnið ekki nema um 69 %. Annars var þurrefnið á bilinu 70 - 80 % í uppskeru dagsins. Hún mætti gjarnan vera hærri en er samt góð á þessum vígstöðvum.



 Og byggvagnarnir voru teknir til kostanna og þreskivélarnar fengu að snúast með góðu eða illu.



 Það var orðið búsældarlegt í skemmunni okkar Yrkjamanna um það er lauk og eins gott að þurrefnisprósentan var í hærri kantinum því stæðan var komin " aðeins" útfyrir blásturskerfið.




  Haustið 2010 var metuppskera hjá  ræktendum hér en nú er útlitið enn betra.( Best að gleyma sem fyrst síðasta hausti.)
 Aldrei áður hefur uppskeran hér verið svona jafngóð milli akra og ræktenda og nú.



 Sáðbyggið sem tekið var í upphafi þreskingar bíður þess að verða spíruprófað og spennandi að sjá
útkomuna úr því.


 Svona vagnar eru að skila inn á stöð um 6 t. af fullþurrkuðu byggi og var þreskt í 7 slíka hér í dag.
Það er 60  + % haustuppskerunnar ef allt skilar sér.

 Nú á eftir að þreskja um 20 ha. hjá ræktendahópnum í gamla Eyjarhreppnum (Yrkjum ehf) og ef það næst allt er ljóst að hér verða slegin bæði  uppskeru og gæðamet og var tími til kominn að menn uppskeri nú eins og þeir sái.
Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418935
Samtals gestir: 38068
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:12:41
clockhere