28.04.2012 19:52

Fjárhúsúttekt. Aðaltaðhús Austurbakkans og þó víðar væri leitað.

 Nú eru það taðhúsin sem eru skoðuð, þó það sem væntanlegt er hér sé nú að verða nokkuð mótað í kollinum á mér.

 Vinir mínir á Austurbakkanum, Andrés og Þóra í Ystu Görðum,eiga eitt slíkt og ekki seinna vænna að berja það augum.



 Þetta eru alvöru hús, taka um 1000 fjár og eru að verða fullsetin.



 Rúllunum er ekið inn með dráttarvél og skornar til hálfs með vökvahníf á ganginum.

Síðan  er þeim lyft með lyftara með sérstakri greip , inní gjafagrindina þar sem plast og net er skorið og rúllunni síðan sleppt.
 


 Á þessum tíma er opnað á milli stíanna svo hópurinn er býsna stór með nokkrar gjafagrindur .



 Ef heyið er sæmilega þurrt þarf ekki undirburð á taðið og féð helst ágætlega hreint.



 Það eru steyptir plattar undir grindunum og Andrés fullyrti að þar sem kindurnar  stæðu á steypunni við átið,  dygði það til að ekki þyrfti að klaufsnyrta nema örfáar.

Ég á eftir að sannreyna þetta því reynslan hefur kennt mér að ýmsir vinir mínir á austurbakkanum hafa stundum gaman af því að telja mér trú um ýmislegt sem ........................................

 
 Á sauðburði eru settar upp stíur með útveggjum og við rögun er notaður færanlegur rekstrargangur sem er einnig við útvegg en gangurinn í miðjunni er þó notaður við rúninginn.

Semsagt góð nýting á gólfplássinu.



 Og þar sem ég gleymdi að óska húsfreyjunni til hamingju með afmælið á fésinu í  gær, geri ég það hér með.
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418671
Samtals gestir: 38014
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:40:45
clockhere