06.03.2012 21:41

Hundar, kennsla og skemmtilegar tilviljanir.

 Ef nokkra skemmtilegar tilviljanir rekast á, fer ekki hjá því að eitthvað skemmtilegt gerist.

Þegar dóttirin birtist óvænt með alvöru myndavél og hitti á snilldar smala vera að temja frábært fjárhundsefni með afbragðs kindum fór ekki hjá því að til yrði fullt af skemmtilegum myndum.(Hlutlaust og óvilhallt mat á myndefninu.)



 Svona er byrjað með hvolpinn. Látinn reka hópinn á eftir manni í hæfilegri fjarlægð og réttum hraða. Stoppaður af eða hægt á honum með skipunum eða flauti.



 Ég er oft spurður að því hvernig í andsk. hægri/vinstri skipanir séu kenndar.
 Svona, kindunum sleppt framhjá( hér til hægri frá Korku séð)  um leið og " Hægri " skipun er gefin og hvolpur með rétt smalagen fer að sjálfsögðu fyrir.(Hvort sem skipunin er gefin eða ekki.).



 Það er þessi áhugi sem við sjáum hér hjá Korku, sem er algjör forsenda þess að ég geti gert eitthvað úr henni.
Umbunin sem hún fær þegar rétt er gert, er að fá að halda áfram að vinna, annars stoppuð..



 Dáð verður að láta sér nægja að fylgjast með og fær að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis. Það gerist ekki með þessum nemanda.



 Þarna hafði helv. húsbóndafíflið tafið fyrir henni svo kindurnar sluppu út um hliðið á leið heim. Gaman að sjá  hvernig hún gýtur augunum á hópinn þegar hún tekur góðan sveig framfyrir hann.



 Korka frá Miðhrauni er undan Tinna frá Staðarhúsum og Tátu frá Brautartungu.


 Alveg eins og snýtt útúr nös á föður sínum í útliti og í tamningarvinnunni.



 Eftir kennslustundina hafði hún enga þolinmæði við fíflalátunum í hálfssystur sinni henni Dívu Tinnadóttir. Stundum hálfþreytandi þessi yngri systkini.



 Svona litu þær systur út eftir að sú litla hafði fengið sína lexíu, sem er nú  ekki eftir þeim mjúku uppeldisfræðum sem margir tileinka sér í dag.
Flettingar í dag: 2641
Gestir í dag: 281
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430620
Samtals gestir: 39796
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 23:34:43
clockhere