13.02.2012 19:53

Alvöru blót með alvöru liði.

Ég held því gjarna fram sérstaklega við ákveðna aðila að að þó íslendingar séu nú upp til hópa
 " alvöru " fólk, þá sé því meira spunnið í þá því afskekktar sem þeir búa.

 Þó ótrúlegt sé hef ég aldrei þurft að skilgreina " alvöru " fólk nánar.

 Það var dólað vestur á Barðaströnd á laugardaginn til að blóta þorrann með " alvöru " fólki í Birkimel.
 Nú fórum við landleiðina vestur í Gufudal þar sem við fengum far með bændum síðasta " spottann".

 Það var hálkuslabb á hlutum leiðarinnar á vesturleið en það hvarf svo að mestu um nóttina.



 Hér eru trogin á borðum og Brjánslækjarborðið hefur þá sérstöðu að standa dúkað meðan blótið endist. En eins og kunnugir vita láta bændur þar sér aldrei leiðast, allra síst á þorrablótum eins og sjá má.



 Aðalbændunum leiddist ekki heldur.



 Og eins og á öllum alvörublótum eru allir mættir tímalega,



 Og sumir eru meira alvöru en aðrir.



  Bóndinn af Mýrunum hefur eflaust raulað fyrir munni sér. Þar sem enginn þekkir mann/ Þar er gott að vera, - þar til hann sá mig.



 Þarna rakst ég svo óvænt á frænku mína enda ísland pínulítið ef því er að skipta.



 Gufudals og Múlabændur létu sér ekki leiðast frekar en fyrri daginn.



Gísli Fjallabróðir og félagar eru fastir liðir.



 Svona horfa þær alltaf blíðlega á mig þessar elskur. Verst að Elísabetu vantaði.



 Já hér var allt eins og það átti að vera.



 Skemmtiatriðin voru alveg frábær en þau klikka nú aldrei þarna. Meira að segja
 " aðkomumaðurinn " náði þessu næstum öllu.




 Hér eru svo bændur ágætlega birgir af snjó og klaka enn, eins og fleiri.



 Skrámur frá Dalsmynni tekur svo alltaf jafn vel á móti mér, búinn að jafna sig á hausttörninni.



 Já það er sama hvar ég er að flækjast um, alltaf verða hundar á leið minni jafn misjafnir og þeir eru margir. Þessir verða kannski auglýstir hér á síðunni áður en lýkur.

 

Flettingar í dag: 234
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 953
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 435869
Samtals gestir: 40225
Tölur uppfærðar: 12.5.2024 02:48:26
clockhere