05.12.2011 19:41

Sveitamarkðarinn ****


Hinn árlegi Sveitamarkaður var haldinn að Breiðabliki  sunnudaginn 27 nóv.

 Þrátt fyrir mikinn snjó og válynt veðurútlit var ágætlega mætt, enda rjómavöfflurnar annálaðar og kaffið frábært fyrir utan aragrúa varnings ýmisskonar.



 Það er enginn alvöru uppstúfur með hangikjötinu nema með kartöflum frá Stínu á Hraunsmúla.



 Allskonar sérunninn sælkeravarningur kom munnvatninu á fulla ferð.



 Meira að segja kominn í gjafaumbúðir.



 Ég var ekki frá því að ég  kannaðist við þessa mórauðu gæru af Austurbakkanum. En þá var hún  nú töluvert meira líflegri en þarna.



 Ég stóðst ekki mátið að versla mér kæfu hjá henni Halldísi. Eins gott að tengdamamma frétti það ekki.



 En aðaltilgangur verslunarferðarinnar hjá mér var að kaupa ullarsokka hjá henni Lóu í Hlíð. Ég er nefnilega mikill ullarsokkamaður og birgðirnar sem ég keypti hjá henni í fyrra löngu þrotnar og drullukaldur vetur framundan.



 Ég er lengi búinn að leita að húfu og ullarpeysu með BC hundi í vinnustellingum og hef ekki fundið. Þessi húfa hennar Þóru Kóps hefur komist næst því, en það er nú samt ekki svo illa komið fyrir mér að ég fari að ganga með einhvern gjammara á hausnum. ( Eins gott að Ditta og Anna Dóra lesi þetta ekki.)



 Já það kenndi ýmissa grasa á markaðnum.



 Og þarna biðu vöfflurnar þegar búið var að gera upp innkaupin.


Svo er bara að mæta á næsta markað í kaffispjall og sokkakaup.
Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 2486
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 447708
Samtals gestir: 41391
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 04:03:15
clockhere