19.11.2011 22:26

Fjöllin,féð og bongóblíðan.

  Loksins komst ég uppfyrir túngarðinn og var það orðið ákaflega tímabært.

 Amman og ömmustelpan upplifðu það hinsvegar í gær með lofsverðum árangri.



 Þetta átti að verða lokakikkið á Núpudalinn.

Hér er Seljadalurinn 1 af fimm sem ganga inn í Hafursfellið
.


Norðan hans er Þórarinsdalurinn sem endar í Núpuskarðinu  sem er norðurmörk Hafurfellsins.



 Og svona líta þeir félagarnir út saman séðir ofanaf Hvítuhliðarkollinum.        

 

Þegar ég sneri mér í hina áttina blasti þetta við.



 7 kindur á beit. 3 af einhverri óprenthæfri forystubastarðslínu og ein hvít sem 3 lömb fylgdu.    



 Ég kannaðist vel við þessar heilaskertu frá fyrri haustum  og vissi að þær ættu enga samleið með lömbunum ef ætti að koma þeim til byggða, enda á því að þeir sem eiga svona fé og sleppa því til fjalls hljóti að vera tilbúnir að kosta sérferðina sem þarf eftir þeim.



 Hér tókst Dáð að stoppa þau hvítu af og síðan var tekin góð pása  því tvö lambanna voru farin að letjast verulega en langt eftir niður.     
 Það dugði til að þetta komst til byggða ásamt tveimur ám sem bættust við á leiðinni.

Já, vorblíðan þessa dagana er ágætis uppbót á haustið.

Flettingar í dag: 175
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423912
Samtals gestir: 38585
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 10:11:40
clockhere