08.09.2011 08:13

Haustar.- Og allt að gerast í sveitinni.

Nú er  haustið mætt með látum hér á Nesinu.

 Þó sumir hafi verið seint fyrir er heyskap samt nánast lokið og nú er beðið milli vonar og ótta með hvernig bygginu reiðir af.


 Það vantar aðeins of margar vikur í að það sé tilbúið.

 Aðalsmalamennskurnar verða 17 sept. og Þverárrétt kl 1 þ. 18.


               Svona viðraði eitt haustið en það er löngu gleymt þegar menn  hugsa til næstu leitar.

Það eru Svínafellið og Rauðamelsfjallið sem þá verða leituð með tilheyrandi ævintýrum og basli.



 Hér sér leitarstjórinn ( t.v.) á Rauðamelsheiðinni til byggða og rétt að halda uppá það, að nú er allt komið í réttar skorður.



 Snilld og Þrymur á Selsfjalli fyrir 2 árum. Snilld mun að öllum líkindum spreyta sig á vestfirskun fjallafálum næstu haustin.




 Það verða þau Dáð og Tinni sem munu spara smölum hér sporin í haust. Dáð mun redda málunum fyrir mig en Tinni mun ganga á milli smala eftir þörfum og reynast þeim betri en enginn.


 Já eins og vanalega , allt að gerast í sveitinni.



Flettingar í dag: 2641
Gestir í dag: 281
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430620
Samtals gestir: 39796
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 23:34:43
clockhere