08.08.2011 23:12

Holótt þvottabretti, hringvegur og gas, gas.

Þó það sé alltaf jafngott að komast á malbikið af holóttum þvottabrettisvegum hálendisins er það samt alltaf eitthvað sem togar mann þangað aftur.

 Það er kannski ekki skynsamlegt að leggja af stað í ferðalag á frídegi verslunarmanna en þar sem hringvegurinn var ekki á ferðaplaninu þann daginn nema rétt í gegnum Borgarnes slapp þetta allt til.

 Lundarreykjadalurinn var ekinn með viðkomu og kaffibolla í Skarði svona til að taka aðeins á  púlsinum á mannlífinu í dalnum. Uxahryggirnir voru  eknir og yfir nýju brúna að Flúðum og svo upp Þjórsárdal.


 Hér er frúin komin í fjósið að Stöng og ljóst að Norsku kýrnar í den,  hafa verið mun smávaxnari en þær sem bændurnir sem ætla sér að lifa af komandi þrengingar í mjólkurframleiðslunni láta sig dreyma um að flytja inn.



 Þessi náttúruperla "Gjáin " er í km göngufæri við Stöng og það hlakkaði í minni heittelskuðu þegar ég benti henni í bílastæðið á barmi Gjárinnar eftir að við höfðum þrammað þangað frá Stöng. Það var auðséð á Hvönninni að þarna er sauðkindin fjarri góðu gamni en staðurinn farinn að láta á sjá af ferðamannaágangi.



 Það var síðan dólað uppfyrir ferðaþjónustuna í Hólaskógi til að skoða einn af hæstu fossum landsins , Háafoss ásamt Granna, bróður hans þar sem þeir steypast niður í Þjórsárdalinn um 120 m. fall.
Ég hafði riðið þarna um fyrir nokkrum árum og fannst gaman að koma aftur á þessar slóðir.



 Þessi gististaður er svo algjör andstæða þess að gista á þjóðhátíð eða þannig.
 Það var hinsvegar dálítið langt á næstu bensínstöð þegar gasið kláraðist og varakúturinn sem átti að vera með, var glaðhlakkalegur við grillið vestur í Dalsmynni.

Svo það var ekki hellt uppá kaffi þennan morguninn.

En meira um það seinna(kannski).
Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 788
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 419837
Samtals gestir: 38213
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 17:08:38
clockhere