06.04.2011 07:31

Kýrnar í klaufsnyrtingu.


 Það gekk mikið á í fjósinu í þegar kúaflotinn fékk árlega klaufsnyrtingu sína.

Nú er þetta samt allt annað mál heldur en í upphafi þegar þetta hét klaufskurður enda höfðu kýrnar ekki upplifað fótsnyrtingu frá landnámi. Þá voru þetta blóðugar aðfarir og fjöldi kúnna haltur dögum saman.

 Nú gengur þetta hratt fyrir sig og eftir að meistari Guðmundur hafði fengið startkaffið sitt og sagt okkur fyrstu sögur dagsins var vaðið í þetta og þessar 40 kýr + afgreiddar fyrir hádegi.



 Þó Guðmundur sé gæddur þeim sjaldgæfa hæfileika að geta unnið á fullu og talað í leiðinni nýttist það illa í gær sökum hávaða í slípirokk og vökvagræjunum.



 Og ég held bara að allar kýr hafi verið óhaltar í dag.



 Svona á þetta að líta út og nú geta kýrnar og bændurnir verið áhyggjulaus næsta árið með þennan málaflokk.
Flettingar í dag: 423
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424900
Samtals gestir: 38854
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 13:50:37
clockhere