04.04.2011 21:27

Svona 2008 snjósleðaferð.

 Þegar maður kemst ekki á fjöll fyrir snjóleysi er gott að kíkja í albúmin og renna þetta í huganum.
Þessi ferðin var snemma árs 2008 þegar allt lék í lyndi og við elskuðum öll vatnsgreiddu ofurmennin okkar heitt.



 Hér eru það Ljósufjöllin austanverð sem sjást í fjarska.( frekar stuttum samt).



 Og blessaður Hesturinn var í hina áttina og kannski færri sem hafa barið hann augum héðan.



 Og þessi gamla góða mynd af Stóra Langadal stendur alltaf fyrir sínu. Fagrimúli og Eyrarfjall (fjær) til vinstri og Grásteinsfjall til hægri.



 Núpudalurinn klikkar náttúrulega ekki, alltaf langflottastur. Þríhnjúkar til vinstri, Skyrtunnan og síðan sést í Svörtufjöll til hægri.
Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 425177
Samtals gestir: 39007
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 01:33:58
clockhere