03.04.2011 06:41

Stokkendurnar mættar á tjörnina.

 Það fór ekki milli mála þegar ég renndi hundaflotanum út í morgunaftöppunina að stokkandaparið mitt var mætt í tjarnarvökina.

 Mér fannst reyndar auðheyrður feginstónn í garginu hjá þeim þegar þau sáu að ég og hundarnir hefðu haft veturinn af. Og það var fyllilega gagnkvæmt allavega hjá mér.



 Þó ég viti innst inni að þetta hljóti að vera einhverjir afkomendur upphaflegu andanna lít ég algjörlega framhjá því.
 Þær eiga eftir að halda hér til fram að varpi en þá hverfa þær í nokkurn tíma þar til þær birtast á ný með ungahópinn sinn. Trúlega eru það kettir og hundar sem sjá til þess að
hreiðurstæðið er valið annarsstaðar.


Fljótlega mun svo Álftaparið birtast en það stoppar nú ekki mjög lengi fram á vorið.



 Kannski láta Urtendurnar sjá sig en það er nú með andirnar mínar eins og saklausa almenna borgara í miskunnarleysi styrjalda í útlandinu, að haustið og reyndar veturinn verður mörgum
 þeirra skeinuhætt á vígvöllum veiðimannanna.



 Þessi er nú bara til að minna á sumarið sem mun óumflýjanlega mæta á svæðið líka.

Bara spurning hversu snjólétt það verður?
Flettingar í dag: 565
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 425042
Samtals gestir: 38904
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:59:03
clockhere