25.01.2011 20:54

Leikskólinn í Laugargerði.

 Það eru engar ofurtölur í loftinu þegar nemendafjöldinn í Laugargerðisskóla er skoðaður en velþekkt að gæðin og magnið er nú oft sitthvað.

 Leikskóladeildin er drjúgstór miðað við annað og telur 10 aldeilis frábær ungmenni.
Tvö úr Kolbeinstaðarhreppnum og átta úr Eyja og Mikl.



 Ingibjörg á Hofstöðum og Kolbrún Katla í Hrossholti ráðskast óspart með hópinn og kannski  ömmu Hefu og ömmu Möggu líka.

 Hér er amma Hefa með Friðjón Hauk Snorrastöðum, Ómó Miðhrauni, Kristínu Láru Hofsstöðum,
Tomuska Miðhrauni og Aron Sölvi Dalsmynni hefði átt að vera í bláa stólnum.


Hér er svo amma Magga með Kristínu Láru Hofsstöðum, Jón Guðni Laugargerði og Ómó Miðhrauni


 Hér er samkór leikskóladeildarinnar. F. v. Friðjón Haukur Snorrastöðum, Gísli Minni Borg, Ingibjörg Hofstöðum, Ómó Miðhrauni. Aron Sölvi Dalsmynni, Kristín Lára Hofstöðum og Kolbrún Katla Hrossholti.

 Leikskólinn að syngja. Smella hér.  Allir krakkar/ fyrst á réttunni.
 
 Leikvellinum var fórnað þegar sparkvöllurinn mætti á svæðið og síðan hafa verið miklar vangaveltur um fyrirkomulag leikvallar. Núverandi leiksvæði er heldur óhrjálegt en nú stendur þetta allt til bóta.



 Góðir hlutir gerast hægt eins og allir vita og hér er kominn skjólveggur. Nú  vantar bara endanlegt yfirlag á leikvöllinn , krakkakotið og að stilla upp .þeim leiktækjum sem til eru. 



 Eyja og Miklaholtshreppur er nokkuð leikskólavænn þó hægt gangi að klára leikvöllinn og býður upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir  íbúana.
Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 278
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 413568
Samtals gestir: 37154
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 19:39:36
clockhere