16.01.2011 22:10

Dalamenn á fjárhundanámskeiði.

 Vikunni var að hluta til varið í að rifja upp gamla punkta og nýja í fjárhundatamningum.

Nú fer að koma sá tími að tekið verði á því í tamningunum en aðalástæðan var samt sú að Mýrdalsbóndinn var með yfirbókað námskeið í dag. Ég var því ráðinn fyrsti aðstoðarmaður, ásamt því að redda reiðhöll undir námskeiðið.

 Það var Félag Sauðfjárbænda í Dölum sem stóð fyrir þessu þarfa framtaki og greinilega talsverður áhugi þar, á því að koma sér upp góðum hundum.



 Fyrra hollið mætti um tíuleytið en restin um eittleytið ásamt nokkrum sem rákust þarna inn.



 Hér fylgjast þau áhugasöm með djúpthugsuðum kenningum um, hvernig á að byggja upp samskiptin og leiðréttingar í uppeldinu og þjálfuninni.

 Aðstaðan í reiðhöllinni er algjörlega frábær til svona byrjendaleiðbeininga en lengra komnu hundarnir þyrftu aðeins meira rými til að njóta sín.



 Hér er rolluleiðtogi Dalamanna ásamt Gísla að dáðst að Títu sem er á réttum hraða á beinu
brautinni.


Og Christina og Blesa fylgjast hinar ánægðustu með.



 Lubbi á Sauðafelli sýndi ýmsa góða þætti úr Garrýgenunum sem búa í honum. Því miður leyndust nokkur alvöru Garrýgen í pakkanum líka, sem þarf að vinna úr.



 Rebekka á Hólum og Lísa frá Valþúfu sýndu báðar góða takta í náminu.

 Mér fannst óvanalega hátt hlutfall af þessum 13 hundum sem mættu þarna vera dýr sem ég gæti vel hugsað mér að temja og nota .
 Það staðfestir kannski  það álit mitt að B C ræktunin sé dálítið á beinu brautinni þessi árin og var kominn tími til.

Myndir frá hestamiðstöðvarnámskeiðum.  námskeið 2010/2011
Flettingar í dag: 756
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423152
Samtals gestir: 38529
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 10:12:49
clockhere