08.01.2011 22:04

Smalasaga, glæný- ( Myndasaga)

 Það kom bráðaútkall úr Snæfellsbæ um tvöleytið dag.

 Beðið um 1 - 2 hunda og ágætt að fá 1 smala með.



 Þetta var smalasvæðið en kindurnar voru ofarlega í hlíðinni fyrir miðri mynd.
Þarna var stærsti hlutinn af fjárstofninum á bænum sem hafði lent í afleitum félagsskap
 "aðkomukinda" snemma í des. og látið sig hverfa uppfyrir brúnir. Síðan hafði ekkert til þeirra spurst fyrr en þær birtust í hlíðinni í dag, Trúlega ekki líkað við veðrið síðustu dagana.



 Þarna voru þær á beit hinar rólegustu.  Myndirnar hér eru teknar heiman frá bænum og dálítið hraustlega súmmaðar.



 Það átti að reyna að laumast að þeim með því að keyra upp fyrir túnið talsvert fyrir vestan þær en þarna voru með lífsreyndar ær sem voru snöggar að koma sér af stað.



 Vaskur var því sendur af stað í flýti og þó hann sæi nú engar rollur til að byrja með  sá hann þær að lokum, þurfti þá að vísu að hækka sig talsvert til að komast upp fyrir þær en þarna er allt komið í kontrol.



 Hér er Dáð komin honum til fulltyngis og skipun gefin um að koma hópnum af stað.


Þær styggu tóku sprettinn í vestur en hinar vildu í austur en tveir hundar vinna létt verk.


 Hér er allt sameinað á ný og rollurnar að átta sig á að nú er ekki við Staðsveitunga að eiga.( Eða þannig).


 Best að koma sér bara í hús og láta sig svo dreyma um næsta sumar.



 Og þessi svarti hér, hefur væntanlega séð til þess að hér byrjar sauðburður uppúr miðjum apríl.

Bara þokkaleg byrjun á árinu svona smalalega séð.
 
Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420490
Samtals gestir: 38320
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 14:40:55
clockhere