26.12.2010 23:49

Gáfulegt jólablogg.

Tíu stiga hiti og þéttingsrigning í næstum sólarhring er ekki akkúrat jólaveðrið sem fólk dreymir um.

 Það er þó gaman að velta því fyrir sér hvað snjóþykktin væri orðin, ef hitastigið væri annað og úrkoman væri öll í föstu formi.3
Þá væri útlitið einhvernveginn svona, en ekki marauð og rennblaut fósturjörðin.



 Ættmóðirin kom í sveitina og tók upp pakkana með langömmubörnunum og reyndar hinum líka.




Í bókinni um hana sem kom út fyrir jólin segir hún meðal annars frá upphafi skógræktarinnar hjá sér í gróinni brekku uppundir hlíðinni.  Síðar komst hún ákveðið á þá skoðun að fallegar brekkur ættu ekki að notast undir skógrækt heldur ættu þær að fá að halda sér óbreyttar.

 
 Þessi stefna er uppi í skógræktinni í Dalsmynni í dag.

 Það er svo spáð hita og góðviðri alla vikuna og stefnir hugsanlega í enn einn snjóleysisveturinn með tilheyrandi rólegheitum fyrir snjósleðaflota sveitarinnar.

 Þetta er nú orðin nokkurra ára gömul mynd af Svörtufjöllum alhvítum og glittir í toppinn á Skyrtunnu á milli þeirra.


 Þessi hér fyrir neðan er svona rétt til að rifja upp jólasnjóafílinginn og til hægri sést smáhluti af upphafi skógræktar í Dalsmynni. Þríhnúkar í baksýn.


 Þessi" gamla " mynd hér fyrir neðan sýnir það að smalinn er ríkur í þeim gamla sem hér kíkir eftir fé í Litlu Sátu og niður með Flatnánni. Svínafellið fjær.



Ætli sé svo ekki rétt að venda sínu kvæði í kross með þessari glæsilegu mynd hans félaga Jonna,
af Skyrtunnu , Svörtufjöllum og Hestinum með Barnaborgunum í forgrunni.


 Merkingin hennar Iðunnar er á öllum myndum heimasíðunnar burtséð frá því hver tekur þær.

 En ég ætla svo að halda áfram að hafa það gott um jólin hvað sem fljótandi eða fastri úrkomu líður.
Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 413835
Samtals gestir: 37205
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 08:02:48
clockhere