18.12.2010 22:43

Frjótæknirinn út- alvörugræjurnar inn.


 Nú er búið að skipta yfir við lambatilbúninginn í Dalsmynni og hrútarnir hafa loks fkomist í jólavinnuna sína.

 Reyndar er Guðný búinn að skemma heilmikið fyrir þeim því u.þ.b. helmingur ánna er sæddur eða 61 af 120.
  Fjölbreytnin í sæðishrútavalinu er ævintýri líkast því aðeins 4 af 14 hyrntum hrútum stöðvarinnar komust ekki notkun hér.

Ég held að Máni eigi vinninginn sem MÉR finnst mjög fínt en auðvitað er smápex um hvað eigi að panta. Þar sem við vorum síðan að fá okkar skammta utan skipulagningar þá var óskalistinn alltaf hafður í lengra lagi.
Það voru Kaldi, Kóngur, Kostur og Laufi sem urðu útundan í þetta sinn og ég hefði nú gjarnan viljað skipta Laufa inn í stað .....


Hér mætast stálin stinn og kannski er þetta Raftssonur að derra sig við Vask?

En þetta var mjög fínt og ljóst að úr ýmsu verður að moða við ásetningsvalið í næsta haust.

 Gnarr er svo búinn að fá eldvígsluna og stendur sig með algjörri prýði. Það kemur svo skemmtilega á óvart að hann er óvanalega mikill öðlingur í umgengni og fljótur að átta sig á því að nú borgar sig að sýna lipurmennsku í samstarfi við bóndann. Engir Rafts eða Hriflonstælar sem mér finnst algjörlega óþolandi.



 Ég tek kannski myndir af honum á morgun við embættisstörfin og skelli hérna inn.

Hér eru tvær grundvallareglur í heiðri hafðar við líflambavalið, eingöngu settir á tvílembingar og móðirin verður að vera með yfir 5 í afurðarstig. Frá seinna skilyrðinu er ekki hvikað en síðustu árin hefir nú einn og einn einlembingur sloppið gegnum nálaraugað.



 Já það er bara farið að styttast í réttarhald næsta haust eða þannig.



 Alltaf sama fjörið hjá okkur Vask þegar kemur að því.
Flettingar í dag: 884
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423280
Samtals gestir: 38533
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 17:45:02
clockhere