04.12.2010 23:17

Drög að sauðburði !!

 Nú styttist alltof hratt í það að lögð verði drög að sauðburði næsta vors.

Allt féð rúið og meira að segja ormalyfið komið ofanúr hillu og á réttan stað.
Það hefur nú ekki alltaf hafst af fyrir fengitíma.

 Nú standa yfir mikil átök um hvenær hefja skuli sæðingar en sá " lati " gerir sér öðrum fremur grein fyrir því að ótímabær byrjun lengir óhjákvæmilega sauðburðinn í annan endann.

 Það er búið að grófflokka ær sem eiga að fara undir djásnið hann Gnarr en talsverðar vonir eru bundnar við að hann geti orðið til bóta í ræktuninni.
Hann er nefnilega undan afbragðsgóðri á, sem er komin með 7.6 í afurðastig 3 vetra.
Það er hún 715 sem gekk með 2 gemlingsárið ( 33.5 kg alls) og verið þrílemd síðan( tvisvar).


 Sá bíldótti ( sæðingur undan At.) á að notast á gimbrarnar en það eftirsóknarverða hlutskipti hreppir hann annarsvegar vegna litarins og hinsvegar og aðallega vegna þess að hann stigaðist ma. með 18.5 fyrir læri.
 En það eru læraholdin sem eru sett á toppinn í ræktuninni í ár.

Svona leit sá bíldótti út í vor ásamt þáverandi eiganda en nú er hún búin að fara  brask við ömmu sína og á engan Billa Boy lengur.


 Stefnan er sem sagt sú að sæddar verði daglega allar ær sem ganga fram að fengitíma.

Upphafsdagsetningin er því  það sem styrrinn stendur um og nú er Guðný búinn að taka til græjurnar svo illa horfir fyrir afturhaldsöflunum. emoticon

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423867
Samtals gestir: 38577
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 06:35:24
clockhere