21.11.2010 22:42

Einungis ræður í bundnu máli.

 Ég hef aldrei verið mikill afmælisdagamaður og stundum hef ég varla munað eftir þessum árvissa degi sem hefur fylgt mér eins og skugginn allt þetta tilverustig.

 Það að gleyma kannski afmælisdeginum sínum er nú ekki nein höfuðsynd.

En að gleyma afmælidegi sinnar heittelskuðu flokkast hins vegar afdráttarlaust undir eina af stærri höfuðsyndunum.
En þetta blogg er nú ekki um það.


 Eins og glöggir blogglesendur hafa trúlega fyrir löngu gert sér ljóst er ég rakinn bogmaður enda fæddur 29. nóv.



Svona lítur rakinn bogmaður út undir regnboga í leitarskilum á Rauðamelsfjallinu. Þetta er lífið.

Og nú kemst ég ekki upp með að gleyma afmælisdeginum mínum ( 60 ára) og þó ég hóti því enn að verða að heiman þennan merkisdag er ég ekki spurður að því frekar en öðru.

Laugardagskvöldið 27. nóv. n.k. er því blásið til veislu að Breiðabliki og þar mun ganga mikið á.

 Allir sem flokkast undir vini (bæði með stóru og litlu vaffi) og vandamenn eru hvattir til að kíkja inn. og eiga góða stund saman.

Og vinir mínir á Austurbakkanum eru alveg einstaklega velkomnir.

Kl 20.00

 Aðeins verða leyfðar ræður í bundnu máli. Þeir sem vilja syngja fyrir afmælisbarnið eru sérstaklega velkomnir. Og þar sem afmælisbarnið á nóg af öllu er rétt að lágmarka allt gjafakyns.


Fyrir lengra að komna sem vilja gera skemmtilega helgarferð úr þessu er hægt að útvega gistingu.


Flettingar í dag: 1330
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 403071
Samtals gestir: 36634
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 20:27:16
clockhere